Bjór 101
Ert að lesa núna
Byggvín (Barleywine)
0

Byggvín (Barleywine)

eftir Valberg Márjúlí 16, 2017
Yfirlit
Upprunaland

England

ABV:

8% - 16%

IBU:

35 - 70 (Enskt)
50 - 120 (Amerískt)

Litblær:

8 - 22 SRM (Enskt)
10 - 19 SRM (Amerískt)
(24 - 48 EBC)

Ger tegund

Topp gerjað

Original gravity:

1.080 - 1.120

Final Gravity

1.018 – 1.030 (Enskt)
1.016 – 1.030 (Amerískt)

Lýsing

Sjá lýsingu BJCP

Ég man ekki hvenær ég smakkaði í fyrsta skiptið bygg vín en ég man hvenær ég varð aðdáandi að því, eða þegar ég smakkaði Giljagaur Nr. 14. Þessi margslungni stíll er hreint út sagt með því besta sem ég hef smakkað, en þetta er þó ekki við allra hæfi. Það skal þó hafa eitt á hreinu, bygg vín er ekki vín, heldur bjór, en þess fyrir utan, þá getur skilgreiningin verið á pínu gráu svæði.

Barley vín, eða bygg vín er topp gerjað öl. Þessir bjórar eru oftar en ekki í sterkari kantinum og ná frá 8% upp í 16%, þó það séu auðvitað einstaka afbrigði sem ná hærra. Sagan er nokkuð löng á bak við þennan stíl, en það eru til heimildir sem ná allt til Armeníu á fjórðu öld og í forn Grikklandi er byggvín getið í ritum Xenophon meðal annars, en þessi byggvín voru þó tölvuert öðruvísi en við þekkjum í dag þar sem humlar voru lítt notaðir, flokkuðust þeir þá meira undir Gruit öl.

Bygg vín tilheyra tæknilega séð „strong ales“, eða sterk öl sem hafði verið til í margar aldir, en í raun, þá var skilgreiningin „sterk öl“ óþörf á öldum áður þar sem flest öl var í raun sterkt, allt annað var „smá bjór“* eða porter. Bygg vín áttu undir högg að sækja 1880 þegar skattar á alkahól hækkaði þennan bjór stíl umtalsvert en það sem bjargaði þessum stíl var e.t.v sú staðreynd að það var byrjað að setja á flöskur um þetta leiti og flöskurnar sér merktar, þessi stíll lifir því enn þann daginn í dag sem „niche“ bjór.

*Smá bjór  (einnig smá öl) er bjór eða öl sem inniheldur mjög lítið alkahól, eða um 0,75%. Oft er það ósíað og minnir einna helst á graut oftar en ekki. Þessi drykkur var mjög vinsæll á mið öldum í evrópu og á nýlendu tíma norður ameríku þar sem sterkari (hærra alkóhól innihald) bjórar voru yfirleitt dýrari. – Wikipedia

Hver eru viðbrögðin þín?
Æðislegt
0%
Áhugavert
100%
Meh...
0%
HA?
0%
Hata þetta
0%
Sorglegt
0%
Um höfund
Valberg Már
Frekar skrítinn gaur með fés sem virðist sífelt pirrað og/eða reitt, en í raun er hann brosandi... svona innst inni við beinið. Einn af stofnendum Bjórspjall.is, síðan þá, hefur hann komið með enn klikkaðri hugmyndir sem stundum virka, stundum ekki. Hefur brennandi áhuga á bjór og bjórmenningu og finnst fátt betra en þykkur Imperial Russian stout á góðri kvöld stund.

Segðu okkur hvað þér finnst

*