Vinsælast
Heitast
 
Lesa Meira
september 11, 2015

NR. 32 LEIFUR

Í Leifi leika um nasir suðrænir tónar sítrusaldins í bland við mulinn pipar en í munni er það beitilyngið og blóðbergið sem í bland við belgíska gerið og humlana, töfra fram grösuga tóna og þurra en þétta áferð. Bjórinn er ósíaður.

Leifur er annar bjór Borgar í svoköllum saison/farmhouse stíl sem er klassískur bjórstíll upprunninn í sveitum frönskumælandi hluta Belgíu. Bjórinn var iðulega bruggaður á bóndabæjum yfir vetrarmánuðina þegar minna var af útiverkunum en drukkinn á sumrin sem útskýrir heitið á stílnum.

Í dag eru saison bjórar yfirleitt í kringum 7% en líklegt er að þeir hafi í fyrstu ekki verið sterkari en 3,5% enda var hverjum vinnumanni úthlutað um 5 lítrum [...]

20
 
Lesa Meira
september 11, 2015

NR. 31 Þorlákur

Saison Brett – Þorlákur er blíður, belgískur sveitapiltur; mjúkur og hlýr líkt og akurmoldin, glaðvær sem grasspretta að vori og sætur sem nýklofinn kandís. Salt og pipar jarðar.

Þorlákur er af ætt saison/farmhouse bjóra sem er klassískur bjórstíll upprunninn í sveitum frönskumælandi hluta Belgíu. Bjórinn var iðulega bruggaður á bóndabæjum yfir vetrarmánuðina þegar hægja tók á bústörfum en drukkinn af búaliði við sumarstörf á ökrunum. Í dag eru saison bjórar yfirleitt í kringum 7% en líklegt er að þeir hafi í fyrstu ekki verið sterkari en 3,5% enda var hverjum vinnumanni úthlutað um 5 lítrum á dag.

Þorláki fellur ekki búverkin úr hendi og ilmar af sveita síns [...]

15
 
Lesa Meira
desember 21, 2013

Snowball Saison

Gullinn, skýjaður. Ósætur, meðalfylling, mikil beiskja. Grösugir humlatónar, malt, korn. – Vínbúðin

Saison stíllinn er þekktur fyrir það hve vel hann parast við mat. Prófið þennan bjór með nær hverju sem er; lambi, kjúklingi, kalkúni, steik, skelfiski og jafnvel pizza. Látið þó reyktan mat vera. – Matviss / Bjórviss

17
 
Lesa Meira
september 25, 2013

Skaði „Farmhouse Ale“

Saison er bjórstíll sem ættaður er frá frönskum og belgískum sveitabæjum, þar sem bændur brugguðu bjór, mest handa þó verkafólki á sumrin. Bjórinn var reyndar bruggaður allt árið á mörgum bæjum og hver bær bruggaði sína útgáfu, en bjórarnir áttu það sameiginlegt að vera frískandi og fyrst og fremst þorstaslökkvandi. Saison á þeim tíma var yfirleitt með lágt alkóhól(undir 4%) á meðan Saison í dag eru yfirleitt á bilinu 6-8%.

Árna Theodór Long bruggmeistara Ölvisholts fannst það mikilvægt að koma með bjór í þessum fyrrnefnda stíl vegna tengingar stílsins við sveitina og landbúnaðinn. „Við erum hér í sveitasælunni og vildum heiðra landbúnaðinn, sveitina og síðast [...]

23
Styrktaraðilar
W3Schools     W3Schools
Fréttabréf
BjÓRKORTIÐ / BEER MAP

Bjórspjall á Facebook
Topp Fimm
Heitast
 
1
Einstök Ölgerð
 
2
Bjórglös
 
3
Að brugga frá grunni
 
4
Verður að lesa:Bjór smökkun
 
5
Bruggmeistarinn
Compare
Go