Vinsælast
Heitast
 
Lesa Meira
apríl 29, 2014

Þari páskabjór

Brugghús Steðja kynnir nú til leiks, Þari páskabjór Steðja. Þari er „nostalgíu“ bjór, þar sem þarabragð og lykt skín í gegn, sem íslendingar þekkja svo vel þegar við öndum að okkur íslensku sjávarlofti. Eins og nafni gefur til kynna þá inniheldur bjórinn m.a. þara sem kemur úr Breiðarfirðinum ásamt kakói. En kakóið samblandast vel við þarann og útkoman er mjög skemmtilegur bjór sem engin má fara á mis við. Bjórinn er 4,8% í alc.

Myndin á flöskunni er fengin hjá KJ Photography og er tekin í fjöruborði við Borgarnes og fjallið á myndinni er hið tignarlega Hafnarfjall. Íslenzki verðlaunahönnuðurinn okkar, fullkomnaði svo verkið. – Steðji

41
 
Lesa Meira
desember 6, 2013

Anchor Christmas Ale

Jólabjór Anchor brewery hefur verið bruggaður síðan 1975. Uppskriftin breytist frá ári til árs og sömuleiðis merkimiðarnir, en þeir hafa verið hannaðir af sama listamanninum síðan byrjað var að brugga jólabjórana, James Stitt. – Anchor brewery

Valinn „Jólalegasti jólabjórinn“ af dómnefnd Matviss. Þetta bragðgóða öl er heilmikil upplifun og því nánast synd að drekka hann öðruvísi en einan og sér. Hans má þó vel njóta með mat og þá helst eftirréttum. Prófið hann með Pekan-Pie eða jólabúðingnum, súkkulaðikökum og jafnvel piparkökum. Fyrir ykkur ævintýragjarnari mæli ég með honum samhliða gröfnu kjöti og krydduðum (spicy) mat. – Matviss / Bjórviss

11
 
Lesa Meira
september 29, 2013

Vatnajökull

Bruggaður úr klakastykkjum úr Jökulsárlóni og kryddaður með blóðbergi.

dumbrauður. þykkt lyng og blóma bragð með smá karamellu sætleika. Góður biturleiki vegur á móti lyngbragðið og sætleikan og balancerar bragðið.

95
 
Lesa Meira
september 28, 2013

Ölvisholt Brugghús Jólabjór (2012)

Jólabjór Ölvisholts 2012 er toppgerjað öl, kryddað með kanil, negul, engifer og appelsínuberki. Kryddinu er hófstillt og liggur aftarlega í eftirbragði.

Rafgullinn. Sætuvottur, mjúk meðalfylling, miðlungsbeiskja. Krydd, negull, engifer, malt, humlar.

48
Styrktaraðilar
W3Schools     W3Schools
Fréttabréf
BjÓRKORTIÐ

Bjórspjall á Facebook
Topp Fimm
Heitast
 
1
Einstök Ölgerð
 
2
Bjórglös
 
3
Að brugga frá grunni
 
4
Verður að lesa:Bjór smökkun
 
5
Bruggmeistarinn
Compare
Go