Heimabrugg
Ert að lesa núna
Belgian Amber
0

Belgian Amber

eftir Valberg Márdesember 5, 2015
Yfirlit
ABV:

6 – 7%

IBU:

18 – 22 IBU

Litblær:

10 – 15 EBC (ljós)

Malt:

Château Pilsen 2RS – 3,75 kg
Château Munich Light® – 1,875 kg
Château Abbey® eða Château Cara Ruby® – 0,625 kg

Humlar:

Saaz – 18,75 gr
Hallertau Mittelfruh – 5 gr

Original gravity:

14 – 16 °PL

Fáanlegur:
Lýsing

Vegna maltana Château Munich Light® og Château Abbey®, verður þessi skemmtilegi bjór með litasamsetningu sem einkennir einna helst vín og einstakan ferskleika bjórs.

Fæst í/á:

Fyrirfram tilbúnum pökkum

Skref 1;

Setja allt korn út í pott eða bruggtæki þegar viðeigandi hitastigi hefur verið náð.

Meskja í 60 mínútur við 65°C
Meskja í 15 mín við 72°C
Meskja í 2 mínútur við 78°C

Skref 2: Sjóða í 1 klst og 30 mín; magn vortsins mun minnka um 8 – 10%
– Eftir 15 mínútna suðu, bættu helminginum af humlunum, eftir 85 mínútur, bættu við restini af humlunum og sykri ef þú kýst svo.

*Krydd valmöguleikar; Kóríander – 0,25 gr eða lakkrís – 0,125 gr.
**Sykur valmöguleiki: hvítur sykur – 125 gr
Skref 3: Gerjun
Kældu niður í 20°C (gott er að nota kalt vatn og fylla upp í 25 lítra markið ef upp á vantar) og bættu gerinu út í, gerjun ætti að vera í 5 – 7 daga, eða þangað til vatnslásinn er svo til hættur að búbbla (líður ca mínúta á milli loftbóla), í endan á gerjuninni, þá má hækka hitastigið í 22°C í 24 klst til að leyfa diacetyl að setjast.

Skref 4; Átöppun og lagering

Þegar sett er á flöskur, þá má bæta við smá dextrósa í hverja flösku, eða um 7 gr per 1 líter.

Lagera í 2 vikur við 4°C

Þitt álit
Þitt álit
Gefðu álit hér
Útlit
1.3
Ilmur
6.3
Bragð
5.3
Munnfylli
10
Frumlegur
10
6.6
Þitt álit
2Einkanir
Þú hefur gefið þitt álit
Hver eru viðbrögðin þín?
Æðislegt
100%
Áhugavert
0%
Meh...
0%
HA?
0%
Hata þetta
0%
Sorglegt
0%
Um höfund
Valberg Már

Frekar skrítinn gaur með fés sem virðist sífelt pirrað og/eða reitt, en í raun er hann brosandi… svona innst inni við beinið. Einn af stofnendum Bjórspjall.is, síðan þá, hefur hann komið með enn klikkaðri hugmyndir sem stundum virka, stundum ekki. Hefur brennandi áhuga á bjór og bjórmenningu og finnst fátt betra en þykkur Imperial Russian stout á góðri kvöld stund.

Segðu okkur hvað þér finnst

Útlit
Ilmur
Bragð
Munnfylli
Frumlegur

*