Brugghús
Ert að lesa núna
Borg Brugghús
0

Borg Brugghús

eftir Valberg Márseptember 27, 2013

Ölgerðin hefur framleitt bjór frá árinu 1913. Nú opnar Ölgerðin brugghús (micro-brewery), sem hlotið hefur nafnið Borg en eins og kunnugt er bjó Egill Skallagrímsson, mesti bjóráhugamaður Íslands fyrr og síðar á Borg á Mýrum. 
Fyrsti bjórinn frá Borg brugghúsi er kominn á markað. Bjórinn heitir Bríó og er bruggaður sérstaklega fyrir Ölstofu Kormáks og Skjaldar og er eingöngu fáanlegur þar.

Í Borg Brugghúsi fá hæfileikar og sköpunarkraftur margverðlaunaðra bruggmeistara Ölgerðarinnar virkilega að njóta sín. Hver lögun er mun minni en öllu jöfnu og það gefur bruggmeisturum færi á að þróa og prófa spennandi nýjar tegundir. Borg brugghús státar af aldagömlum aðferðum sem beitt er af yfirburða þekkingu. Í Borg brugghúsi er engin sjálfvirkni og öllu ferlinu því handstýrt af bruggmeisturunum. Borg brugghús mun kynna margar bjórtegundir sem ekki hefur verið mögulegt að brugga áður og hefur það markmið að kynna landsmönnum bjór – eins og bjór á að vera.
Ölgerðin – Borg

Hver eru viðbrögðin þín?
Æðislegt
0%
Áhugavert
0%
Meh...
0%
HA?
0%
Hata þetta
0%
Sorglegt
0%
Um höfund
Valberg Már
Alltaf fundist bjór einstaklega góður og til að svara spurningum um bjórinn, þá ákvað ég að stofna Bjórpsjall og fræða mig um bjórinn ásamt því að skrifa um bjór og bjórmenninguna, vonandi öðrum til fróleiks og skemmtunar.

Segðu okkur hvað þér finnst

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.