Bjór Umfjallanir
Ert að lesa núna
Bryghuset Svaneke Julebryg
0

Bryghuset Svaneke Julebryg

eftir Mjaðarbandalagiðnóvember 17, 2011
Yfirlit
ABV:

5,7%

Lýsing

Lyktin einkennist af Karamellu, áfengi og humlum. Fylling næst með því að nota dökkt karamellu malt, sem gefur mark sitt á bragðið með krókan og örlítið ristuðum blæbrigðum. Sætan helst í janfvægi með bitrum humlum í eftirbragði. Undirgerjaður.

Hannað af:

Svaneke Bryghus

Huginn

Hausinn eru þrír fingur, ljós og rjómahenndur. Hengja er mjög góð. Blúndan er mjög góð og hengjan í henni er yfir meðallagi.
Nefið er malt og dökkir ávextir og áfengi.
Uppbygging er mjög dökk með rauðum tónum. Munnfylli er ágæt og náladofi er í meðallagi.
Bragð eru dökkir ávextir og sætt malt. Miðjan er dökkt malt og eftirbragð er karamella og malt.
Venja er góð.
Þessi er ljúfur og góður. Mikið maltbragð, karamella og meira malt þegar neðar dregur. Þetta nær akkurat jólafílingnum hjá mér, samanber við aðra jólabjóra. Ljúfleiki var í fyrirrúmi og maltið kom fram í miklum dýrðum. Bjóst svosem alveg við einum góðum frá Svaneke.
Þessi fær 70 af 100 frá mér.

Muninn

Hausinn er 1 putti, beige
Body er dökk, dökk rautt
Nefið er dökkir ávextir, malt og karamella
Bragðast af reyktu malti, með mikilli beyskju smá sæta með einnig og dökkir ávextir
Eftirbragðið sama stendur af reyktu malti, beyskju og dökkum ávöxtum
Ég er ekki að fá neina blúndu
Nálardofinn er mildur og þægilegur fer einstaklega vel í munni.
Abv er 5,7%
Venjan er mjög góð
Hef ekki enn lent á slæmum bornholm bjór, enda brugghús sem sker sig úr varðandi gæði
Þessi fær 80 af 100 hjá mér

Þitt álit
Þitt álit
Gefðu álit hér
Útlit
Ilmur
Bragð
Munnfylli
Frumlegur
Þitt álit
Þú hefur gefið þitt álit
Hver eru viðbrögðin þín?
Æðislegt
0%
Áhugavert
0%
Meh...
0%
HA?
0%
Hata þetta
0%
Sorglegt
0%
Um höfund
Mjaðarbandalagið
Mjaðarbandalagið er stofnað af íslenskum víkingum sem lögðust á árar til útlanda. Enginn veit með vissu hvar í heiminum þeir eru hverju sinni. Sumir segja að oktoberfest hafi fyrst verið haldin sem móttökuteiti fyrir Mjaðarbandalagið við komuna til bæjaralands. Aðrir vilja meina að guðinn Óðinn hafi sent þá til að prófa nútíma mjöð fyrir sig. Allt sem við vitum með vissu er að þeir senda heim reglulegar skýrslur úr heimsförinni.

Segðu okkur hvað þér finnst

Útlit
Ilmur
Bragð
Munnfylli
Frumlegur

*