Vinsælast
Heitast
Imperial Stout
Nýlegast
 
Lesa Meira
febrúar 20, 2016

Surtur Nr.8.4 (2016)

Surtur Nr.8.4 (2016) er þykkt og þolgott öl, dekkra en sjálft Ginnungagap. Undir hnausþykkri froðunni kraumar bragð af eld-ristuðu korni og brenndum sykri í bland við dökkt súkkulaði, lakkrís og rammsterkt kaffi. Það er svo skoska Single Malt Whisky-tunnan sem ljær Surti að þessu sinni sætbeiska vanillu- og berjatóna. – Borg Brugghús

70
 
Lesa Meira
febrúar 20, 2014

Surtur Nr.8.3 (2014)

Surtur Nr.8.3 (2014) er Imperial Stout. Surtur er bjór í jötunmóð. Rammur að afli en hófstilltur og göfugur enda þroskaður í sherry-tunnu í sex mánuði.

Surtur er þykkt og þolgott öl og undir þykkri froðunni kraumar bragð af rammsterku kaffi, lakkrís og dökku súkkulaði.

Er þá aðeins hálf sagan sögð því að þessu sinni hefur Surtur fengið að þroskast í sherry-tunnu í sex mánuði sem færir honum kitlandi vínsýrni og fágaða sherry-tóna.

Bjórinn mun þroskast virðulega á dimmum og svölum stað fram að ragnarökum.

30
 
Lesa Meira
september 27, 2013

Surtur Nr.8.2 (2016)

Surtur Nr.8.2 (2016) er Imperial Stout – Surtur er bjór í jötunmóð. Rammur að afli en hófstilltur og göfugur enda þroskaður í bourbon-tunnu í sex mánuði.

Surtur er þykkt og þolgott öl og undir þykkri froðunni kraumar bragð af eldristuðu korni, brenndum sykri, rammsterku kaffi, dökku súkkulaði og lakkrís.

Rúsínan í pylsuendanum er svo fengin með því að leyfa bjórnum að þroskast í bourbon-tunnu í sex mánuði sem færir honum dúnmjúka áferð, sæta en fágaða vanillutóna og ilm af þéttri eik.

Bjórinn mun þroskast virðulega á dimmum og svölum stað fram að ragnarökum.

31
 
Lesa Meira
september 27, 2013

Surtur Nr.8.1 (2012)

Surtur Nr.8.1 (2012), “Tunnuþroskaður Surtur er einstakur í röð íslenskra bjóra; dimmleitur Imperial Stout sem hefur verið agaður í frönskum eikartunnum.

Surtur er fyrsti íslenski bjórinn sem fær þessa konunglegu meðferð. Í tunnunum hefur ólgandi krafturinn náð hinu fullkomna göfuga jafnvægi við einstaklega flókið eikarlagt koníaks- og kakóbragðið, með angan af vanillu og kókos.

Tunnuþroskaður Surtur tekur þér fagnandi á þorranum – en eldist líka eins og fínasta koníak!”

Í tunnunum hefur ólgandi krafturinn náð hinu fullkomna göfuga jafnvægi við einstaklega flókið eikarlagt koníaks- og kakóbragðið, með angan af vanillu og kókos  (Borg Brugghús)

28
Styrktaraðilar
W3Schools     W3Schools
Fréttabréf
BjÓRKORTIÐ / BEER MAP

Bjórspjall á Facebook
Topp Fimm
Heitast
 
1
Einstök Ölgerð
 
2
Bjórglös
 
3
Að brugga frá grunni
 
4
Verður að lesa:Bjór smökkun
 
5
Bruggmeistarinn
Compare
Go