Vinsælast
Heitast
Marzen / Oktoberfest
Nýlegast
 
Lesa Meira
febrúar 7, 2014

Svyturys Baltijos Dark Red

Muninn

Hausinn er lítill sem enginn Body er amber Nefið er malt, karamella og ger Bragðast af malti, karamellu og humlum, jafnvel að smá áfengisbragð læðist með. Sætan er í jafnvægi við maltið og humlana sem gerir hann nokkuð góðann. Eftirbragð er aðallega sæt karamella en staldrar fremur stutt við. Blúndan er enginn Nálardofinn er mildur og munnfylli er ríkt og þægilegt ABV er 5,8 Venjan í þessum er bara nokkuð góð, sáttur eftir hann. Ég er líklegur til að fjárfesta í honum aftur. Gef honum 75 af 100

Huginn

Hausinn er einn fingur, ljós og frekar snöggur. Blúndan er lítil og snögg. Nefið er sætt malt og ger. Uppbygging er appelsínu- rauð. Fylling er góð og [...]

22
 
Lesa Meira
september 27, 2013

Október Marzen nr. 5

Október Marzen nr. 5, eins og nafnið gefur til kynna, þá er Október Marzen nr. 5 árstíðabundinn bjór og verður eingöngu fáanlegur í október. Októberfest má rekja til ársins 1810, þegar Lúðvík, krónprins af Bavaríu, og Teresa Saxe-Hildburghausen gengu í hjónaband. Þá var haldin 40.000 manna brúðkaupsveisla en það varð upphafið á stórhátíðnni Októberfest. Októberfest hefur appelsínu-koparrauðan lit og maltríkan ilm. Notað er Munchen-malt, en einnig Pils-malt og örlítið af Caramel-malti. Perle humlar tryggja rétta beiskju og mótvægi við maltinu.

Rafgullinn. Meðalfylling, þurr, ferskur, lítil beiskja. Ristað malt, baunir, þurrkaðir ávextir.

24
 
Lesa Meira
nóvember 16, 2012

Löwenbrau – Oktoberfestbier

Ljós gullinn, Flott froða – góð ending, flott slæða, líflegur, flott útlit – girnilegur Sætur ilmur, maltaður, lítið um humla, pínu ávextir e.t.v. bananar eða rúsínur Sætt bragð, lítil beiskja, örlítil beiskja í eftirbragðinu. Létt fylling, þurrt eftirbragð.

Mjög flottur bjór hér á ferð, skemmtilegur og ljúfur. Sætan er að koma skemmtilega á óvart, þetta er samt bjór sem þyrfti að drekka nokkuð kaldann til að njóta til fullnustu.

34
 
Lesa Meira
nóvember 16, 2012

Samuel Adams – Októberfest

Samuel Adams – Októberfest

Lítil froða sem lifir ekki lengi, líflegur, brún rauður, Ávextir, karmela, malt, góður og þægilegur ilmur. Léttur, karmela, lítil beiskja, þægilegur, ávextir, pínu spíra bragð (alkóhól), Létt fylling, pínu þurr, miðlungs sýra – gos lítill.

Þessi er gerður til að drekka mikið af, auðveldur, ekki svo að segja að það sé slæmt, þvert á móti yrði það slæmt að setja fram októberfest bjór sem enginn vildi drekka nema einu sinni. En hann var samt ekki að gera sig hjá okkur, hann hafði þó þægilegan ilm sem okkur fannst hýfa hann upp. 65 af 100

31
Styrktaraðilar
W3Schools     W3Schools
Fréttabréf
BjÓRKORTIÐ

Bjórspjall á Facebook
Topp Fimm
Heitast
 
1
Einstök Ölgerð
 
2
Bjórglös
 
3
Að brugga frá grunni
 
4
Verður að lesa:Bjór smökkun
 
5
Bruggmeistarinn
Compare
Go