Vinsælast
Heitast
Witbier
Nýlegast
 
Lesa Meira
júní 12, 2012

Hoegaarden Wit-Blanche

Útlit; Flott, langlíf froða, skilur eftir sig fallega slæðu, skýjaður ljós gylltur. Ilmur; Mjög falleg lykt af honum, bubble gum, ávextir. Bragðið; bubblegum / ávextir, létt, eins og gamalt appelsín, minna bragð heldur en við bjuggumst við. Áferðin; eins og það sé verið að drekka sápuvatn, alls ekki slæmt samt (erum ekki að tala um bragð), eins og það sé verið að drekka froðu frekar en vökva, þ.e.a.s kolsýran er svo mikil að það er engu líkara en það sé froða sem verið er að drekka. Þurr sem kallar á annan sopa.

Við ákváðum að taka smá súkkulaði próf, sem kom vel út, passaði fínt, myndi kannski passa vel með aðeins beiskara súkkulaði, suðusúkkulaðið var eilítið of sætt til að [...]

32
 
Lesa Meira
mars 27, 2012

St. Bernardus Wit

Útlit; Flott, þykk froða, skýjaður, mysu litaður. Mjög ávaxtaríkur ilmur (bubble gum lykt), belgíska gerið að skila sínu. Létt grösugur ilmur, pínu sítrus, eins og blaut tuska læðist þarna á bak við en alls ekki slæm, svona eins og tusku ilmurinn af tuskuni hennar ömmu þegar hún þurrkaði framan úr manni í gamla daga. Þessi er létt síaður, enda er hægt að jappla pínu á honum. Góð létt fylling, þetta létta ávaxta bragð / bubble gum, sætur, léttur en er þó mjög kolsýrður. Lítil sem engin beiskja í endirinn. Flottur bjór að sumri til, kældur – enda á að neyta bjórsins við 2 – 6°C, svalar þorstanum án efa vel.

Þessi er að gera það gott hjá okkur.

30
 
Lesa Meira
nóvember 27, 2011

Ölvisholt Freyja

Huginn

Hausinn eru tveir fingur, hvítur og meðal snöggur. Blúnda er létt og snögg. Nefið er blautur hundur, sítrus og ger. Uppbygging er appelsínu-gyllt og skýjuð. Fylling er í meðallagi og náladofi er góður. Bragð er humlar, malt og sítrus/grape. Miðjan er appelsína. Eftirbragð er appelsína, langt og þægilegt. Venja er mjög góð. Þessi kom mér skemmtilega á óvart, bjóst við einhverju sulli en fékk skemmtilegann „tripel“ fíling í staðinn.. þó abv. sé bara í hálfkvisti við alvöru tripel. Léttur og skemmtilegur fílingur yfir þessum. Ljúffengur. Ég gef honum 85 af 100.

Muninn

Body er þokukennt, þó er hann síaður og sagður tær, ágætis ending í honum samt [...]

68
Styrktaraðilar
W3Schools     W3Schools
Fréttabréf
BjÓRKORTIÐ / BEER MAP

Bjórspjall á Facebook
Topp Fimm
Heitast
 
1
Einstök Ölgerð
 
2
Bjórglös
 
3
Að brugga frá grunni
 
4
Verður að lesa:Bjór smökkun
 
5
Bruggmeistarinn
Compare
Go