Duff
4,9%
Homer Simpson mælti með þessum !
Brouwerij Haacht NV
Homer Simpson mælti með þessum !
Muninn
Hausinn er 2 puttar, hvítur og snöggur.
Body er gyllt og tært
Nefið er sætt hunang
Bragðast af hunangi og humlum
Beyskja í lágmarki en vottar þó fyrir henni
Eftirbragð er mjög dauft og þá pínu beyskja
Flaskan er í teiknimyndastíl eins og við er að búast.
Lítil sem engin blúnda
Nálardofinn er mildur
Abv er 4,9
Venjan er fín, er betri en ég bjóst við af þessum pilsner
Fær 30 af 100 hjá mèr
Huginn
Hausinn eru tveir fingur og hvítur. Blúnda er fín, olíukennd en nokkuð snögg.
Nefið er súrt hey.
Uppbygging er gyllt og munnfylli er rétt undir meðallagi. Náladofi er hverfandi.
Bragð er korn og ger.. Punktur. Eftirbragð er ekkert.. ef eitthvað þá samansafn af fyrrnefndum bragðtegundum.
Venja er undir meðallagi.. Verður verri og flatari þegar á líður.
Þetta er eitthvað það sem ég bjóst við, vonaðist þó eftir einhverju öðru. Slappur pilsner í mínum huga. Góður fyrir Texas kornbrauðs-étara.
Ég er víkingur og gef þessum 12 af 100.
Huginn
Duff – Uppfært mat (síðast var minn öl útrunninn)
Hausinn hvítur og rétt tæpur fingur. Blúndan er fín og hálf olíukennd, hengja er ágæt.
Nefið er hey/gras og leður.
Uppbygging er gyllt og þunn með fínum náladofa.
Bragð er korn með beiskju. Eftirbragð er milt, gæti verið sítrus hunang, auðvitað korn líka.
Venjan er góð.
Þessi er svipaður og hinn nema hvað mér finnst þessi vera ferskari og bragðminni.. ef að það er mögulega hægt. Það er líka möguleiki að hann hafi verið of mikið kældur. Ágætur pilsner til að sulla með.
Ég gef þessum 20 af 100.
Segðu okkur hvað þér finnst