Bjór Umfjallanir
Ert að lesa núna
Føroya Bjór Black Sheep
0

Føroya Bjór Black Sheep

eftir Mjaðarbandalagiðnóvember 1, 2011
Yfirlit
ABV:

5,8%

Lýsing

Føroya Bjór Black Sheep er dökkur lager með með miklu bragði, í eigu færeyskrar fjölskyldu og var brugghúsið stofnað árið 1888. The Black Sheep frá Føroya Bjór er sagður vera besti færeyski bjórinn. Hrútur hefur alltaf verið auðkennismerki bruggverksmiðjunnar.

Muninn

Hausinn er 1 putti, ljós og mjög snöggur. Body er hnetu rautt nefið er malt,kaffi og ger. Smakkast af kaffi, malt og humlum, þó ekki mikið beiskum. Eftirbragð er skemmtilegur léttur beiskleiki og kaffi. Þægileg áferð. ABV 5,8% finnst ekki. Blúnda ekki til staðar. Flaskan er með þeim flottari sem gerist og mikil hönnum lögð í tappann. Get ekki annað gert en mælt með þessum, enda færeysk gæða framleiðsla. Ágætlega yfir meðallagi og fær 65 af 100 hjá mér.

Huginn

Hausinn er hálfur fingur, mjög stuttur, hverfur síðan alveg. Blúnda er sama sem engin.
Nef er ristað kaffi og malt. Jafnvel hnetur.
Uppbygging er hnetu-kaffi dökk og þunn, mjög þunn. Náladofi er góður miðað við dökkan lager.
Bragð er kaffi og dökkt malt. Eftirbragð er dauft kaffi, malt og klípa af dökkum ávöxtum.
Venja er fín.
Flaskan er alveg ástæðan fyrir kaupunum, rosa töff og fær mann til að spá. Svartur hrútur og eldingar, verður eiginlega ekki svalari.
Þessi er alveg í mína átt, ristað kaffi og malt.. þótt sé um þunnann lager að ræða. Kaffi nef og bragð er mjög áberandi, eitthvað sem maður bjóst alls ekki við. Þessi kemur vel á óvart, mæli með þessum.
Ég gef Black Sheep 55 af 100.

Þitt álit
Þitt álit
Gefðu álit hér
Útlit
Ilmur
Bragð
Munnfylli
Frumlegur
Þitt álit
Þú hefur gefið þitt álit
Hver eru viðbrögðin þín?
Æðislegt
0%
Áhugavert
0%
Meh...
0%
HA?
0%
Hata þetta
0%
Sorglegt
0%
Um höfund
Mjaðarbandalagið
Mjaðarbandalagið er stofnað af íslenskum víkingum sem lögðust á árar til útlanda. Enginn veit með vissu hvar í heiminum þeir eru hverju sinni. Sumir segja að oktoberfest hafi fyrst verið haldin sem móttökuteiti fyrir Mjaðarbandalagið við komuna til bæjaralands. Aðrir vilja meina að guðinn Óðinn hafi sent þá til að prófa nútíma mjöð fyrir sig. Allt sem við vitum með vissu er að þeir senda heim reglulegar skýrslur úr heimsförinni.

Segðu okkur hvað þér finnst

Útlit
Ilmur
Bragð
Munnfylli
Frumlegur

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.