Bjórmenningin
Ert að lesa núna
Framleiðsla á bjór á heimsvísu
0

Framleiðsla á bjór á heimsvísu

eftir Erling Þór Erlingssonjanúar 17, 2012

Ég hef verið að skoða tölur um hvaða lönd eru að framleiða mest af bjór. Um langt skeið hafði Bandaríkin verið á toppnum svo Þýskaland og Kína. Ef litið er á tölur í dag þá er Kína komið í fyrsta sæti með 25,3% af heildarframleiðslu í heiminum og þar á eftir eru Bandaríkin með 13,7%.

Land

Framleiðsla í lítrum

Prósenta á heimsvísu

1. Kína 42,3 miljón lítra 25,3%
2. Bandaríkin 22,9 miljón lítra 13,7%
3. Rússland 10,8 miljón lítra 6,4  %
4. Brasilía 10,7 miljón lítra 6,3  %
5. Þýskaland 9,9   miljón lítra

Gögn fyrir árið 2009 – 2010 í milljónum lítra                 (42,3 miljón lítra * milljón = 42,3 billjón)

Stöðug aukning hefur verið á framleiðslu bjórs í Kína síðastliðinn áratug og töluverð aukning hefur verið á bjórdrykkju í Kína en þó hefur mikið af þessari aukningu verið til að komast inn á heims markaðinn. Bjór er einn vinsælasti drykkur í heiminum rétt á eftir te og kaffi (og vatni), sem sést á þessum tölum.  Það hefur verið að aukast úrval af Asískum bjórum hér á landi okemur það ekki á óvart, því að Kínverjar framleiða fjórðung af öllum bjór sem er framleiddur í heiminum. Kínverjar drekka þó engu að síður 19% af öllum bjór í heiminum.

Land

Bjór neysla

Prósenta á heimsvísu

1. Kína 28,64 biljón lítra 19,0%
2. Bandaríkin 23,97 biljón lítra 15,9%
3. Þýskaland 9,55 biljón lítra 6,4 %
4. Brasilía 8,45 biljón lítra 5,6 %
5. Rússland 8,45 biljón lítra 5,6 %

 

En þó má þess geta að ef litið er á höfðatölu þá kemst Kína ekki inn á topp 5 listann.

Heimildir;

http://www.top5ofanything.com/index.php?h=dca1afe0

http://www.top5ofanything.com/index.php?h=b3098102

Hver eru viðbrögðin þín?
Æðislegt
0%
Áhugavert
0%
Meh...
0%
HA?
0%
Hata þetta
0%
Sorglegt
0%

Segðu okkur hvað þér finnst

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.