Bjórmenningin
Ert að lesa núna
FreeBeer verkefnið
0

FreeBeer verkefnið

eftir Valberg Márjanúar 10, 2011

Fann þessa mjög svo áhugaverða síðu www.freebeer.org. Þetta verkefni er all sérstakt, mjög athyglisverð tilraun. Verkefnið byrjaði sem samstarfsverkefni Listamanna (Copenhagen-based artist collective Superflex) og nemendur úr upplýsingatækniskóla kaupmannahafnar (Copenhagen IT University). Hugmyndin var að brugga bjór og hafa hann undir „opnu leyfi“ (open source) sem kallast Attribution-ShareAlike 2.5. Öllum er því frjálst að þróa uppskriftina en verður þó að halda í nokkur hráefni til að geta kallast og flokkast undir FreeBeer verkefnið. Öllum er svo aftur frjálst að selja og græða pening á uppskriftunum en með þeim skilyrðum að það verður ávalt að birta uppskriftina frá A – Ö. Öllum er einnig frjálst að birta uppskriftirnar eða fjalla um verkefnið en þó verður að taka fram þá skilmála sem verkefnið fellur undir þ.e.a.s. Attribution-ShareAlike 2.5.

Eins og sjá má á heimasíðunni þeirra, þá hefur þetta verkefni fengið gríðalega góðar móttökur og hefur farið vítt og breytt um heiminn. Þessi tilraun er einstök að því leitinu til að, það á hana í raun enginn, það er öllum frjálst að gera það sem það vill við bjórinn / uppskriftina svo langt sem það er ekki brotið á skilmálunum (sem eru annsi opnir).

Hver eru viðbrögðin þín?
Æðislegt
0%
Áhugavert
0%
Meh...
0%
HA?
0%
Hata þetta
0%
Sorglegt
0%
Um höfund
Valberg Már
Alltaf fundist bjór einstaklega góður og til að svara spurningum um bjórinn, þá ákvað ég að stofna Bjórpsjall og fræða mig um bjórinn ásamt því að skrifa um bjór og bjórmenninguna, vonandi öðrum til fróleiks og skemmtunar.

Segðu okkur hvað þér finnst

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.