Bjór Umfjallanir
Ert að lesa núna
Hacker Pschorr Münchner Hell
0

Hacker Pschorr Münchner Hell

eftir Mjaðarbandalagiðfebrúar 7, 2014
Yfirlit
ABV:

5,0%

IBU:

-

Humlar:

-

Fáanlegur:

-

Fæst í/á:

-

Muninn

Hausinn er 3 puttar og rjómakendur. Nefið er jörð og ger. Body er gyllt og flott. Smakkast af geri, og ber vott af humlum. Eftirbragð er lítið en þó ber á beiskju. Fínn pilsner, þó mætti vera bragðmeiri fyrir minn smekk. Flaskan er flott og eins þýsk og verður. Hann er ekki yfir meðallagi, heldur ekki undir heldur er hann einhvernvegin ekkert, gef Hacker Pschorr Münchner Hell 50 af 100

Huginn ‎

Hausinn eru þrír fingur, hvítur og meðal snöggur, hangir þó. Rjómakenndur. Blúndan er nokkuð góð, meðal hengja.
Nefið er heybaggi og ger.
Uppbygging er hland-gyllt og þunn.
Bragð er hey, þynnt með vatni. Frekar bragðlaus fyrir utan hey og ger í byrjun, svo ekkert meir. Ekta pilsner.
Náladofi er undir meðallagi. Snöggt flatur.
Venja er slöpp.
Flaskan er töff, ekta þýsk.
Bjóst einhvernveginn ekki við pilsner, pilsner sem venst ekki og er með frekar ópassandi bragðbretti.. fyrir minn smekk.
Þessi fær 18 af 100 frá mér.

Hver eru viðbrögðin þín?
Æðislegt
0%
Áhugavert
0%
Meh...
0%
HA?
0%
Hata þetta
0%
Sorglegt
0%
Um höfund
Mjaðarbandalagið
Mjaðarbandalagið er stofnað af íslenskum víkingum sem lögðust á árar til útlanda. Enginn veit með vissu hvar í heiminum þeir eru hverju sinni. Sumir segja að oktoberfest hafi fyrst verið haldin sem móttökuteiti fyrir Mjaðarbandalagið við komuna til bæjaralands. Aðrir vilja meina að guðinn Óðinn hafi sent þá til að prófa nútíma mjöð fyrir sig. Allt sem við vitum með vissu er að þeir senda heim reglulegar skýrslur úr heimsförinni.

Segðu okkur hvað þér finnst

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.