Bjórmenningin
Ert að lesa núna
Hvernig á að hella bjór?
1

Hvernig á að hella bjór?

eftir Valberg Márdesember 13, 2015

Eflaust hafa margir skoðanir á því hvernig á að hella í glas, en almennt er reglan sú að það komi um tveggja þumlunga þykk froða og hann sé ekki gjörsamlega flatur þegar búið er að hella bjórnum.

Að bragða bjór er best gert með þvi að hella í glas, þar sem ekki allt bragð og sérstaklega ilmur kemur fram í flöskuni. Mikilvægt er að glasið sé hreint og það sé valið rétt glas, sjá greinina okkar um bjórglös. Þegar byrjað er að hella í glasið þá er miðað við að halla glasinu 45° og hella að miðju glassins og rétta svo úr því og klára að fylla glasið, þá ætti að myndast flott kolla sem er um 1.5 cm til 2.5 cm þykk (eða sem nemur tveimur puttum að þykkt), afhverju er mikilvægt að það komi góð kolla, þrjár ástæður eru fyrir því; mikið af ilminum og bragðinu í bjórnum er í kollunni, kollan leysir um koltvísýring úr bjórnum sem gerir fólk minna þanið eftir að hafa drukkið bjórinn og þriðja er að froðan verndar bjórinn að einhverju leiti frá súrefninu í umhverfinu sem getur gert bjórinn fyrr flatan og s.frv. Svo er hægt að segja að fjórða ástæðan sé útlitslega, þá lítur bjórinn svo skrambi vel út með fallega kollu.

Önnur aðferð við að hella bjór, nokkuð augljós aðferð, er að hella beint ofan í glasið og leyfa froðuni að jafna sig þannig að hægt er að hella afganginum af bjórnum, þetta veldur því að það verður til „öðruvísi“ froða sem er þéttari og mörgum finnst það skila meiri ilm og nota því sumir sem vinna við að bragða bjór þessa aðferð.

En hvernig svo sem fólk kýs að hella bjór í glas, þá er þetta heil mikil vísindi og er jafnvel hægt að mennta sig sérstaklega í þessu og eru til vísindamenn sem sérhæfa sig í því að rannsaka froðu, hvernig froða er best og s.frv. kannski fáum við einhvern tíman að vita hvernig best sé að hella bjór í glas og hvaða froða sé best?

Hver eru viðbrögðin þín?
Æðislegt
0%
Áhugavert
50%
Meh...
0%
HA?
0%
Hata þetta
0%
Sorglegt
50%
Um höfund
Valberg Már
Frekar skrítinn gaur með fés sem virðist sífelt pirrað og/eða reitt, en í raun er hann brosandi... svona innst inni við beinið. Einn af stofnendum Bjórspjall.is, síðan þá, hefur hann komið með enn klikkaðri hugmyndir sem stundum virka, stundum ekki. Hefur brennandi áhuga á bjór og bjórmenningu og finnst fátt betra en þykkur Imperial Russian stout á góðri kvöld stund.

Segðu okkur hvað þér finnst

*