Bjór Umfjallanir
Ert að lesa núna
Innis & Gunn rom cask special aged in a oak barrell
0

Innis & Gunn rom cask special aged in a oak barrell

eftir Mjaðarbandalagiðnóvember 6, 2011
Yfirlit
ABV:

7,4%

Lýsing

Þetta er einstök og takmörkuð framleiðsla á Innis & Gunn. Látið eldast í eikar tunnu sem áður innihélt romm. Við að Þroskast í sérstökum eikar tunnum miðlar bjórinn sætu og kryddi sem einkennir þennan bjór. Innis and gunn rumm cask er látin eldast í 60 daga í romm eikartunnu og að auki í 47 daga í viðbót eða þar til að öll bragðefnin hafa soðnað saman.

Hannað af:

Innis & Gunn

Muninn‎

Hausinn er lítill ca. hálfur putti, mjög snöggur.
body er vel dökk rautt.
Nefið er yfirgnæfandi sætt romm, malt.
Smakkast romm, einhvað af dökkum ávöxtum, eik, malt og áfengisbragð.
ljúf blúnda.
Flaskan er í sama stíl og aðrir bjórar frá þessarri verksmiðu, stílhrein og flott hönnun. Tappinn á flöskunni er flottur.
Kolsýran er lítil, en þægileg.
Eftirbragðið er romm og áfengi, enda er hann sterkur.
Venjan er ágæt
ABV er 7,4%
Þessi er bara nokkuð góður og tel ég hann yfir meðallagi, þetta er ekki besti bjór í heimi en góður engu að síður.
hann fær 65 af 100 hjá mér

Huginn

Hausinn er enginn og blúndan er dauð.
Nefið er karamella og romm, jafnvel sætir ávextir.
Uppbygging er nokkuð þunn, þó góð munnfylli.. sem gæti skýrist af miklu bragði. Náladofi er góður.
Bragð er brennd karamella, kaffi, dökkt súkkulaði, romm og malt. Sveskur detta inn á milli. Mikið bragð. Eftirbragð eru sætir ávextir og brúnsykur, en alls ekki „OF“ sætur, allavega ekki „gervi“ sætur. Sætan og maltið koma meira inn neðar í flöskunni.
Venja er mjög góð.
Flaskan er mjög flott og elegant, fær mann algjörlega til þess að skella sér á hann.
Þessi er þrusu góður, léttur en þó mjög bragðmikill og góður á sama tíma.
Þessi fær 80 af 100 frá mér.

Þitt álit
Þitt álit
Gefðu álit hér
Útlit
Ilmur
Bragð
Munnfylli
Frumlegur
Þitt álit
Þú hefur gefið þitt álit
Hver eru viðbrögðin þín?
Æðislegt
100%
Áhugavert
0%
Meh...
0%
HA?
0%
Hata þetta
0%
Sorglegt
0%
Um höfund
Mjaðarbandalagið
Mjaðarbandalagið er stofnað af íslenskum víkingum sem lögðust á árar til útlanda. Enginn veit með vissu hvar í heiminum þeir eru hverju sinni. Sumir segja að oktoberfest hafi fyrst verið haldin sem móttökuteiti fyrir Mjaðarbandalagið við komuna til bæjaralands. Aðrir vilja meina að guðinn Óðinn hafi sent þá til að prófa nútíma mjöð fyrir sig. Allt sem við vitum með vissu er að þeir senda heim reglulegar skýrslur úr heimsförinni.

Segðu okkur hvað þér finnst

Útlit
Ilmur
Bragð
Munnfylli
Frumlegur

*