Bjór Umfjallanir
Ert að lesa núna
Jacobs Cognac Øl
0

Jacobs Cognac Øl

eftir Mjaðarbandalagiðjanúar 17, 2012
Yfirlit
ABV:

8,5%

IBU:

-

Humlar:

-

Fáanlegur:

-

Fæst í/á:

-

Muninn

Hausinn er um hálfur putti Body er hnetubrúnt Nefið er malt og humlar smakkast af sætu malti, humlum, karamellu og koníaki eftirbragðið er sömuu brögð með meðal endingu ABV er 8,5% Svolítill nálardofi og mikið og gott munnfylli Blúndan er rjómakennd með fínni hengju Get klárlega mælt með þessum, kom mér verulega á óvart. Gef honum 80 af 100

Huginn

Hausinn er um einn og hálfur fingur, ljós og með ágætis hengju. Þétt og róleg blúnda. Nefið er malt og sætir ávextir. Uppbygging er dökkrauð. Fylling er fín og náladofi er undir meðallagi. Bragð eru humlar, sætt malt og ávextir. Eftirbragð er létt og ávaxtakennt. Þetta er ávaxtakenndur og sætur dökkur ale. Fylling er nokkuð góð, bragðið harmonerar flott og sætan er í fínu jafnvægi. Jacobs ölarnir eru slá í gegn, ódýrir, flottir og góðir. Þessi fær 75 af 100.

Þitt álit
Þitt álit
Gefðu álit hér
Útlit
Ilmur
Bragð
Munnfylli
Frumlegur
Þitt álit
Þú hefur gefið þitt álit
Hver eru viðbrögðin þín?
Æðislegt
0%
Áhugavert
0%
Meh...
0%
HA?
0%
Hata þetta
0%
Sorglegt
0%
Um höfund
Mjaðarbandalagið
Mjaðarbandalagið er stofnað af íslenskum víkingum sem lögðust á árar til útlanda. Enginn veit með vissu hvar í heiminum þeir eru hverju sinni. Sumir segja að oktoberfest hafi fyrst verið haldin sem móttökuteiti fyrir Mjaðarbandalagið við komuna til bæjaralands. Aðrir vilja meina að guðinn Óðinn hafi sent þá til að prófa nútíma mjöð fyrir sig. Allt sem við vitum með vissu er að þeir senda heim reglulegar skýrslur úr heimsförinni.

Segðu okkur hvað þér finnst

Útlit
Ilmur
Bragð
Munnfylli
Frumlegur

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.