Bjór Umfjallanir
Ert að lesa núna
Krenkerup bryggeri – Krenkerup Stout
0

Krenkerup bryggeri – Krenkerup Stout

eftir Mjaðarbandalagiðoktóber 18, 2011
Yfirlit
ABV:

5.3%

Lýsing

Þessi stout er vinsæll. Hann er léttur og annað en margir aðrir stout bjórar. Inniheldur samt mjög ríkan og sterkan karakter. Hann heldu sínum eiginleikum. Krenkerup Stout er frábær með sterku snakki og sætum eftirréttum. Hann er eðlilegur félagi við matarborðið. Mjög mjúkt og ríkt bragð sem gerir hann ótrúlega velkominn. Framleiddur í Danmörku úr náttúrulegu hráefini eftir ströngustu reglum frá Bæjaralandi í þýskalandi.

Hannað af:

Krenkerup Bryggeri

Huginn

Hausinn er ljós brúnn, tveir fingur. Nokkuð snöggur og sama sem engin blúnda.
Nefið er malt, dökkir ávextir, ger og humlar. Brennt. Mjög þægilegt og í jafnvægi.
Uppbyging er svört, gegnsæ á köntum.. og þá út í rautt. Nokkuð þunn og létt á tungu.
Bragð er malt, anís og kaffi. Mjög mildur, mildur fyrir Stout. Nokkuð áberandi anís, smá beiskja með litlu eftirbragði, örlítið kaffi.
Mikill koltvísíringur fyrir svona dökkan bjór. Eftirbragðið vinnur mjög á og eykst er neðar maður kemst og verður nokkuð ákveðið kaffibragið.. kaffibaunir. Eftirbragðið er það besta sem ég hef fundið hingað til, æðislegt.
Venjan er mjög góð samt ekki dóminerandi.
Flaskan er með þeim flottari hingað til, enföld og elegant hönnun. Ég gef hönnununni 95.
Þessi er með þeim betri, frábær stout með góðu bragði og eftirbragði.. langar í annann.
Ég gef þessum 96 af 100.

Muninn

Haus er tveggja putta, beige, snöggur
Body er svart, en dökk, dökk rautt í kantana og maður fær alveg vatn í munninn við það
Nefið er malt, og ger, lítil beyskja í nefi
Bragðast af brendu malti, smá reykur þarna líka. Mikið er ég hissa hvað hann er samt léttur.
Eftirbragð er reyktu malti og örlítil beyskja og langlíft, en milt
Lítil olía, blúnda er hverfandi lítil
Mildur í munni og rennur þægilega niður, hægt að klára nokkra svona á stuttum tíma
Hönnunin á flöskunni er mjög flott er nafnið á framleiðanda grafið í flöskuna, miðinn er stílhreinn og tókum við eftir því hversu beinir miðarnir eru á flöskunum eru, tapparnir bera logo verksmiðjunnar.
Þessi bjór verður betri eftir því sem soparnir verða fleiri, sem er kostur en mesti ókosturinn er að aðeins er 500ml í flöskunni, langar í meira eftir að flaskan klárast sem er einna mesta hrósið sem ég get gefið
APV er 5.3%
Þessi bjór er mjög góður og er ég nokkuð sáttur, hann er ekki mildur og ekki sterkur. Góður stout bjór.
Þessi er dökkur en þarf ekki hníf til að skera hann, nammi namm
hann er langt yfir meðallagi
fær 95 af 100 hjá mér

Þitt álit
Þitt álit
Gefðu álit hér
Útlit
Ilmur
Bragð
Munnfylli
Frumlegur
Þitt álit
Þú hefur gefið þitt álit
Hver eru viðbrögðin þín?
Æðislegt
0%
Áhugavert
0%
Meh...
0%
HA?
0%
Hata þetta
0%
Sorglegt
0%
Um höfund
Mjaðarbandalagið
Mjaðarbandalagið er stofnað af íslenskum víkingum sem lögðust á árar til útlanda. Enginn veit með vissu hvar í heiminum þeir eru hverju sinni. Sumir segja að oktoberfest hafi fyrst verið haldin sem móttökuteiti fyrir Mjaðarbandalagið við komuna til bæjaralands. Aðrir vilja meina að guðinn Óðinn hafi sent þá til að prófa nútíma mjöð fyrir sig. Allt sem við vitum með vissu er að þeir senda heim reglulegar skýrslur úr heimsförinni.

Segðu okkur hvað þér finnst

Útlit
Ilmur
Bragð
Munnfylli
Frumlegur

*