Bjór Umfjallanir
Ert að lesa núna
Krombacher
2

Krombacher

eftir Valberg Márapríl 1, 2014
Yfirlit
ABV:

4.8%

IBU:

-

Humlar:

-

Fáanlegur:

Allt um árið kring

Fæst í/á:

Flöskum, dósum, kútum

Froðan er ódrepanleg, endalaust líf í forðuni, líflegur, FLOTT slæða. Ilmurinn er hrikalega góð, manni líður eins og lítilli skólastelpu :-p, flissandi yfir einhverju spennandi, grösugur, sætur, pínu ávextir. Grösugur, bygg / malt, ferskur, jörð. Léttur en ekki ómerkilegur, eðal pils. Grösugt eftirbragð, lifir lengi, fær mann til að langa í meira áður en eftir bragðið deyr út. Sætt eftirbragð, finn vel fyrir bygginu / maltinu í eftir keyminum, lítil beyskja. Jafnvel í dós er hann að samsvara sér vel.

Smökkuðum við áfengislausan Krombacher um daginn og er hann engu síðri en stóri bróðir. Þessi bjór er að koma einstaklega á óvart. Við vorum einróma samþykkir því að þessi bjór væri alveg 80 af 100. Vantar smá upp á til að vera fullkominn, en einstaklega vel heppnaður engu að síður.

Þitt álit
Þitt álit
Gefðu álit hér
Útlit
Ilmur
Bragð
Munnfylli
Frumlegur
Þitt álit
Þú hefur gefið þitt álit
Hver eru viðbrögðin þín?
Æðislegt
100%
Áhugavert
0%
Meh...
0%
HA?
0%
Hata þetta
0%
Sorglegt
0%
Um höfund
Valberg Már
Frekar skrítinn gaur með fés sem virðist sífelt pirrað og/eða reitt, en í raun er hann brosandi... svona innst inni við beinið. Einn af stofnendum Bjórspjall.is, síðan þá, hefur hann komið með enn klikkaðri hugmyndir sem stundum virka, stundum ekki. Hefur brennandi áhuga á bjór og bjórmenningu og finnst fátt betra en þykkur Imperial Russian stout á góðri kvöld stund.
  • Bryndís
    apríl 26, 2014 kl 9:53 e.h.

    Nú er ég svo forvitin! Hvar fær maður áfengislausan Krombacher??

    • apríl 27, 2014 kl 5:09 e.h.

      Krónan í smáranum er oft með áfengislausan Krombacher, minnir að ég hafi séð hann líka í Nóatúni. Endilega að versla sér, því fleiri sem kaupa, því líklegri er að bjórinn haldist í sölu 🙂

Segðu okkur hvað þér finnst

Útlit
Ilmur
Bragð
Munnfylli
Frumlegur

*