Bjórmenningin
Ert að lesa núna
Lækning við þynnku?
0

Lækning við þynnku?

eftir Valberg Márjanúar 28, 2011

Fyrir þau ykkar sem finnst ekkert skemmtilegra en að detta all rækilega í það og sjá svo eftir því daginn eftir með þessa svona svakalega þynnku að það fengi hörðustu menn til að sjá eftir því að hafa fæðst, þá er hugsanlega komin lækning við þynnkuni.

Lækningin er þó ekki að borða þynnkuborgara, drekka meira áfengi og eða drekka mikið vatn, taka vítamín og segja öllum að hafa hljótt það sem eftir lifir dags.

Prófessor Michael Osbinsky við Thomas Jefferson háskólann, Fíladelfíu, uppgötvaði að ein besta lausnin væri að taka Aspírin (Magnýl eða Acetilsalicylsýra) og drekka kaffi myndi lækna þynnkuna eða í það minnsta slá töluvert á þynnkuna og afsannaði þar með að kaffi væri ekki ráðlegt að drekka eftir fyllerí. Hann uppgötvaði að að koffín og bólgueyðandi áhrif Aspírins, hefðu áhrif á efni sem eru í ethanol, eða til að einfalda þetta, allt það áfengi (ethanol) í formi skota, bjórs, bombur og s.frv. sem þú drakkst í gærkvöldi. Hann uppgötvaði jafnframt að áfengi þurrkar ekki líkaman eins og áður hefur verið haldið fram.

Þessi niðurstaða er án efa mikill sigur fyrir kaffi unendur, en svo aftur þá voru þessar tilraunir framkvæmdar á rottum og ekki enn staðfest hvort þetta hafi sömu áhrif á mannkynið, dæmi nú hver fyrir sig?

Hver eru viðbrögðin þín?
Æðislegt
0%
Áhugavert
0%
Meh...
0%
HA?
0%
Hata þetta
0%
Sorglegt
0%
Um höfund
Valberg Már
Frekar skrítinn gaur með fés sem virðist sífelt pirrað og/eða reitt, en í raun er hann brosandi... svona innst inni við beinið. Einn af stofnendum Bjórspjall.is, síðan þá, hefur hann komið með enn klikkaðri hugmyndir sem stundum virka, stundum ekki. Hefur brennandi áhuga á bjór og bjórmenningu og finnst fátt betra en þykkur Imperial Russian stout á góðri kvöld stund.

Segðu okkur hvað þér finnst

*