Bjórmenningin
Ert að lesa núna
Lager ger rakið til Patagoníu
0

Lager ger rakið til Patagoníu

eftir Valberg Márágúst 23, 2011

Samkvæmt grein á Tgdaily, er loks búið að rekja lager gerið alla leið til Patagoníu, Suður Ameríku.  Það sem flestir vissu ekki, eða það vita það flestir ekki, er að lager ger er afbrigði af real ale geri og öðru geri sem er eins fjarskilt því genetískt séð eins og maður og hæna. Þar til nú, þá hefur enginn vitað hvaðan þetta ger kom. Var búið að leita eftir þessu leyndardómsfulla geri í bjórkjöllurum Evrópu, en eftir töluverða leit, nokkur timburmeni og skemmda lifur, voru þeir ekkert nær.

Eftir töluverða leit, þá uppgötvaðist gerið á allt öðrum stað eða í strand skógunum í  suður Patagóníu, fékk þetta torfundna ger það skemmtilega nafn Saccharomyces eubayanus, ekki eitthvað sem skemmtilegt er að endurtaka þegar í glasið er komið.

Gerið líkar vel við kuldann, eins og búist var við og DNA-ið lítur út eins og sá partur sem bundinn var við real ale gerinu, það virðist samt sem að Saccharomyces eubayanus hafi breyst eilítið við ferðalagið yfir Atlants hafið, rannsóknar teymið sem fann Saccharomyces eubayanus gerði grein fyrir þeim stökkbreytingum sem áttu sér stað á Saccharomyces eubayanus og virðist það hafa gerst í brugghúsunum, sem varð til þess að lager gerið sem notað er í dag, getur nú melt sykur og malt og framleitt súlfíð, sem gerði svo aftur gerinu kleyft að framleiða þá guða veig sem við þekkjum í dag.

Þá situr eftir sú stóra spurning; hvernig komst Saccharomyces eubayanus alla leið frá Suður Ameríku  til Evrópu? Rannsóknar teymið veit það ekki með vissu en hefur þó skemmtilega tilgátu um að það gæti hafa komið til Evrópu í maga ávaxtaflugu sem hefur fengið far með einhverju af þeim skipum sem silgdu á milli heimsálfana á sínum tíma.

Hver eru viðbrögðin þín?
Æðislegt
0%
Áhugavert
0%
Meh...
0%
HA?
0%
Hata þetta
0%
Sorglegt
0%
Um höfund
Valberg Már
Frekar skrítinn gaur með fés sem virðist sífelt pirrað og/eða reitt, en í raun er hann brosandi... svona innst inni við beinið. Einn af stofnendum Bjórspjall.is, síðan þá, hefur hann komið með enn klikkaðri hugmyndir sem stundum virka, stundum ekki. Hefur brennandi áhuga á bjór og bjórmenningu og finnst fátt betra en þykkur Imperial Russian stout á góðri kvöld stund.

Segðu okkur hvað þér finnst

*