Bjórmenningin
Ert að lesa núna
Microbar opnar á Sauðárkróki
0

Microbar opnar á Sauðárkróki

eftir Valberg Márjúní 28, 2014

Gæðingur Öl hefur nú opnað Microbar i heimasveitini. Það er óhætt að segja að það hafi verið fullt út úr dyrum þegar Bjórspjall kíkti við, enda er mikill og góður stuðningur við Gæðing Öl í Skagafirði.

Eins og margir vita, þá er bjórmenningin á ljóshraða í Skagafirði, Gæðingur öl er með höfuðstöðvar sínar rétt út fyrir Sauðárkrók og nú kominn með Microbar á Sauðárkróki. Bjórsetrið heldur úti ljómandi flottum bjór bar á Hólum í Hjaltadal og heldur eina bjórhátíð á ári, auk þess að kenna hverjum sem vill, listina að brugga bjór, geri aðrir betur.

Microbarinn er þó ekki það eina sem á að starfrækja, það á líka að opna gisti aðstöðu sem á án efa eftir að verða bjór áhugamnninum til mikillar ánægju, ekki ónýtt að geta sofið nálægt uppáhaldsstaðnum.

Eins og á Microbarnum í Rvk, þá er til sölu annsi flott úrval af bjórum sem margur sér ekki í Vínbúðum landsins, það er því til mikils að líta við og smjatta á úrvalinu.

Eins og sjá má á myndunum, þá er ríkjandi mjög svo sérstakt andrúmsloft, óhætt að segja að það vanti ekki hugmyndaflugið (takið eftir ljósa skreitingunum, bjórflöskur sem búið er að taka botninn úr).

Nú er Sauðárkrókur ekki aðeins með frábærar pizzur á Hard Wok Cafe og Ólafshúsi, svo má ekki gleyma, Sauðárkróks Bakarí sem er án efa eitt af bestu bakaríum á Íslandi og svo ekki sé minnst á besta skemmtanalífið, nú er bjórmenningin komin til að vera í höfuðstað Skagafjarðar! Við óskum Árna og Birgitte (eigendum Gæðing Öl) innilega til hamingju með nýja Microbarinn.

Hver eru viðbrögðin þín?
Æðislegt
0%
Áhugavert
0%
Meh...
0%
HA?
0%
Hata þetta
0%
Sorglegt
0%
Um höfund
Valberg Már

Frekar skrítinn gaur með fés sem virðist sífelt pirrað og/eða reitt, en í raun er hann brosandi… svona innst inni við beinið. Einn af stofnendum Bjórspjall.is, síðan þá, hefur hann komið með enn klikkaðri hugmyndir sem stundum virka, stundum ekki. Hefur brennandi áhuga á bjór og bjórmenningu og finnst fátt betra en þykkur Imperial Russian stout á góðri kvöld stund.

Segðu okkur hvað þér finnst

*