Brugghús
Ert að lesa núna
Ölgerðin
0

Ölgerðin

eftir Valberg Márnóvember 23, 2016

Ölgerðin er eitt stærsta fyrirtækið á sínu sviði. Ölgerðin framleiðir, flytur inn, dreifir og selur matvæli og sérvöru af ýmsum toga. Áhersla er lögð á að vörur fyrirtækisins séu fyrsta flokks og að viðskiptavinir þess geti gengið að hágæða þjónustu vísri. Aðeins vörur sem eiga þess kost að vera fremstar í sínum flokki eru settar á markað og hverjum birgja sinnt sem hann væri sá eini. Stöðugt er leitað nýrra leiða til að efla starfsemina og ná fram meiri framleiðni með því að gera hlutina betur og fyrr en aðrir. Þetta er gert til hagsbóta fyrir viðskiptavini okkar, neytendur, starfsfólk og eigendur.

Egils: Egils er í raun tvískipt, annars vegar innflutningur og hins vegar framleiðsla. Ölgerðin er einn stærsti gos- og áfengisframleiðandi landsins og á mörg af elstu og þekktustu vörumerkjum landsins á sínu sviði, t.d. Egils Malt, en síðarnefndi drykkurinn hefur verið framleiddur allar götur síðan 1917.

Ölgerðin er einnig einn af stærstu innflytjendum landsins á áfengi. Mikil áhersla er lögð á að flytja einungis inn hágæðavörur, í þessum flokkum sem öðrum. Johnny Walker, Smirnoff, Penfolds, Campari og Tanqueray eru bara örfá dæmi um þau vörumerki sem Ölgerðin hefur á sínum snærum.
Ölgerðin
Ölgerðin stendur einnig fyrir Bjórskólanum og mælum við eindregið með því að fólk setjist á námsbekk í Bjórskólanum og er hægt að lesa um reynslu okkar af náminu hér og kynna sér Bjórkólann hér og skrá sig í námið hér.

Ölgerðin á einnig „micro brewery“ sem heitir Borg og er ætlun þeirra að gefa bruggmeisturum Ölgerðarinnar lausan tauminn og búa til nýja og spennandi bjóra. Hægt er að skoða Borg í Bjórskólanum.

Sumargull (Helles / Dortmunder)

21552Nýjasti bjórinn okkar er að detta í hillur Vínbúðanna þessa daganna! Sumargull er ljós og sumarlegur undirgerjaður bjór með þýskum og slóvenskum humlum – aðgengilegur og ferskur, með blómlega angan og ávaxtaríkan maltkeim. Bjórinn hentar vel með ýmsum léttum og sumarlegur réttum og ekki síður í vinstri höndina þegar grilltöngin er í þeirri hægri – þessu má svo víxla að vild.

Sumargull á rætur sínar að rekja í Borg Brugghús, handverks- og tilraunabrugghúss Ölgerðarinnar. Bjórinn er fjórði bjórinn sem Borg sendi frá sér en hann kom út snemma árs 2011 og bar þá nafnið Bjartur Nr.4. Bjartur er einn vinsælasti bjór Borgar frá stofnun brugghússins og því eflaust margir sem taka honum fagnandi í þessum nýja búningi.

Ölgerðin Egill Skallagrímsson var stofnuð árið 1913. Hjá henni starfa bruggmeistarar á heimsmælikvarða sem hlotið hafa fjölda alþjóðlegra verðlauna fyrir bjórgerð sína. Til að hæfileikar þeirra og sköpunarkraftur njóti sín til fulls var sett á laggirnar handverksbrugghús (e.craftbrewery). Þar með fæddist Borg Brugghús. Fyrsti bjórinn frá Borg Brugghúsi, Bríó Nr.1, kom á markað í maí 2010 en einstakur metnaður er lagður í hverja tegund. Nostrað er við sérhvert smáatriði og leitast við að framleiða jafnt aðgengilega sem krefjandi bjóra, samkvæmt ýtrustu gæðakröfum. – Ölgerðin / Borg brugghús

Ljósgullinn. Létt fylling, ósætur, lítil beiskja. Blómlegir korntónar. – Vínbúðin

ABV:
IBU:

Egils Gull (Helles / Dortmunder)

08117Ljósgullinn. Meðalfylling, þurr, ferskur, meðal beiskja með kryddaðan korn og maltkeim. (Vínbúðin)

Verðlaun:
best-standard-lager-2011europe-best-standard-lager-2011

ABV:
IBU:

Egils Lite (Light / Lite Lager)

09963Ljósgullinn. Meðalfylling, þurr, ferskur, lítil beiskja. Korn, maís, blómlegur. (Vínbúðin)

Verðlaun:
europe-bronze-2013

ABV:
IBU:

Egils Pilsner (4%) (Bohemian / Czech Pilsener)

11697Byggir að hluta til á egils pilsner léttbjórnum sem ölgerðin hefur framleitt frá 1917

Gullinn. Létt fylling, þurr, ferskur, lítil beiskja. Blómlegur kornkeimur. (Vínbúðin)

ABV:
IBU:
Hver eru viðbrögðin þín?
Æðislegt
0%
Áhugavert
0%
Meh...
0%
HA?
0%
Hata þetta
0%
Sorglegt
0%
Um höfund
Valberg Már
Alltaf fundist bjór einstaklega góður og til að svara spurningum um bjórinn, þá ákvað ég að stofna Bjórpsjall og fræða mig um bjórinn ásamt því að skrifa um bjór og bjórmenninguna, vonandi öðrum til fróleiks og skemmtunar.

Segðu okkur hvað þér finnst

*