Bjór Umfjallanir
Ert að lesa núna
Ölvisholt Freyja
0

Ölvisholt Freyja

eftir Mjaðarbandalagiðnóvember 27, 2011
Yfirlit
ABV:

4,5%

Lýsing

Þessi bjór er virðingarvottur okkar við hina íslensku konu sem hefur fætt okkur og klætt í gegnum aldirnar. Aðrir bjórar sem Ölvisholt hefur sett á markað hafa verið bragðmiklir og afar flóknir að gerð. Við ákváðum því að koma með fínlegan og silkimjúkan bjór sem útheimtir engin átök við bragðlaukana.

Hannað af:

Ölvisholt Brugghús

Huginn

Hausinn eru tveir fingur, hvítur og meðal snöggur. Blúnda er létt og snögg.
Nefið er blautur hundur, sítrus og ger.
Uppbygging er appelsínu-gyllt og skýjuð. Fylling er í meðallagi og náladofi er góður.
Bragð er humlar, malt og sítrus/grape. Miðjan er appelsína. Eftirbragð er appelsína, langt og þægilegt.
Venja er mjög góð.
Þessi kom mér skemmtilega á óvart, bjóst við einhverju sulli en fékk skemmtilegann „tripel“ fíling í staðinn.. þó abv. sé bara í hálfkvisti við alvöru tripel. Léttur og skemmtilegur fílingur yfir þessum. Ljúffengur.
Ég gef honum 85 af 100.

Muninn

Body er þokukennt, þó er hann síaður og sagður tær, ágætis ending í honum samt sem áður
Nefið er hveiti, ávextir, er ekki frá þvi að það sé svávegis belgískur tripel fílingur í nefinu.
Bragðast af hveiti og appelsínu með smá kyddi, appelsínan skín í gegn
Eftirbragð er hrein appelsína með góðri hengju.
Sætleiki appelsínunnar spilar vel með hveitibragðinu sem gerir þenna bjór nokkuð skemmtilegann.
Blúndan er létt, og endurvekur hausinn við hvern sopa
Nálardofinnn er mildur, og ekki þung kolsýra í honum.
ABV er 4,5%
Ég væri til í að prófa ölvinsholt Freyju með ABV 7% og þá værum við að tala um frábæran bjór. Það myndi gefa honum mikið skemmtilegri karakter. Bragðið er einhvernvegin þannig að það á að bera talsvert meira ABV. Hlakka til að prófa þá útgáfu af Freyjunni. Því miður er hann ekki að uppfylla sína möguleika sem frábær bjór en hefur þó alla burði til þess. Dreg hann niður vegna þessa. Hann er yfir meðallagi og get hiklaust mælt með honum samt sem áður.
Gef honum 65 af 100

Fræðast meira um Ölvisholt, Freyju?

Þitt álit
Þitt álit
Gefðu álit hér
Útlit
Ilmur
Bragð
Munnfylli
Frumlegur
Þitt álit
Þú hefur gefið þitt álit
Hver eru viðbrögðin þín?
Æðislegt
0%
Áhugavert
0%
Meh...
0%
HA?
0%
Hata þetta
0%
Sorglegt
0%
Um höfund
Mjaðarbandalagið
Mjaðarbandalagið er stofnað af íslenskum víkingum sem lögðust á árar til útlanda. Enginn veit með vissu hvar í heiminum þeir eru hverju sinni. Sumir segja að oktoberfest hafi fyrst verið haldin sem móttökuteiti fyrir Mjaðarbandalagið við komuna til bæjaralands. Aðrir vilja meina að guðinn Óðinn hafi sent þá til að prófa nútíma mjöð fyrir sig. Allt sem við vitum með vissu er að þeir senda heim reglulegar skýrslur úr heimsförinni.

Segðu okkur hvað þér finnst

Útlit
Ilmur
Bragð
Munnfylli
Frumlegur

*