Brugghús
Ert að lesa núna
Ölvisholt
0

Ölvisholt

eftir Valberg Márnóvember 23, 2016

Ölvisholt Brugghús er staðsett í Ölvisholti í Flóahreppi. Brugghúsið er í gömlu fjósi sem gert hefur verið upp af eigendum.
Við settum okkur það markmið í upphafi að framleiða metnaðarfyllri bjóra en venja hefur verið hérlendis.

Sá metnaður hefur skilað sér í því að Ölvisholt er eini bjórframleiðandinn á landinu sem flytur út sínar vörur. Vörur fyrirtækisins hafa fengið mjög góða dóma í Danmörku og Svíþjóð en það er okkar helsti markaður erlendis.

Framleiðslugeta brugghússins er 300 tonn af bjór á ári en það munu vera 1 milljón litlar bjórflöskur. Samstarfsaðili okkar hér á landi er Karl K. Karlsson í Reykjavík sem sér um alla dreifingu og markaðssetningu á okkar vörum á Íslandi.

Ölvisholt Brugghús var stofnað um mitt ár 2007 með það að markmiði að framleiða metnaðarfullan bjór fyrir sælkera. Fyrsta bruggun var gerð 21 desember 2007 en fyrsti bjór fyrirtækisins, Skjálfti, kom svo á markað á bjórdaginn 1. mars 2008.

Ölvisholt Brugghús vinnur eftir hugmyndafræði örbrugghúsa sem fóru að stinga upp kollinum seint á síðustu öld en flest eiga þau það sameiginlegt að framleiða metnaðarfyllri bjór en gengur og gerist.

Markmið Ölvisholts er að kynna bjór sem valkost með góðum mat á góðri stund og ekki síður að kynna fyrir fólki þann óendanlega fjölbreytileika sem bjórgerð býður uppá.
Ölvisholt Brugghús

Jóli (Smoked Ale)

21764Brúnn, ósíaður. Ósætur, þéttur, beiskur. Kanill, engifer, negull, karamella, ristað malt.

Check in on Untappd
ABV:6.3%
Malts:?
Hops:?
Other:?
Yeast:?
Fáanlegt::Jólabjór

Hrekkjalómur (Porter)

hrekkjalomur

Check in on Untappd
ABV:6%
Malts:malt, hveiti
Hops:?
Other:Grasker, Kanill, engifer og allra handa
Fáanlegt::Októberbjór

Ship-O-Hoj (American Wheat)

21601Rafgullinn, mæddur. Meðalfylling, ósætur, beiskur. Þéttir humlar, malt, þurrkaðir ávextir. – Vínbúðin

Check in on Untappd
ABV:7%
Fáanlegt::Sumarbjór

Freyja (Witbier)

Fosturlandsins_freyja_bjorÞessi bjór er virðingarvottur Ölvisholts brugghús við hina íslensku konu sem hefur fætt okkur og klætt í gegnum aldirnar. Aðrir bjórar sem Ölvisholt hefur sett á markað hafa verið bragðmiklir og afar flóknir að gerð. Ölvisholt ákvað því að koma með fínlegan og silkimjúkan bjór sem útheimtir engin átök við bragðlaukana.

Fósturlandsins freyja er hveitibjór eða Witbier að belgískri fyrirmynd. Freyja er létt, silkimjúk og bragðminnst af bjórum Ölvisholts.

Ljósgullinn. Freyja er með milt og þægilegt bragð. Appelsína og kóríander í eftrirbragði ásamt lítilli beiskju.

Umfjallanir: Mjaðarbandalagið

Check in on Untappd
ABV:4.5%
Malts:2 tegundir byggmalt 1 tegund hveitimalt
Hops:First Gold, Hallertau Hersbrucker.
Other:Kryddaður með Appelsínuberki og kóríander
Yeast:Ölger
Fáanlegt::Allt árið
Auka GlósurMatur: Freyja hentar vel með léttum fiskréttum og pastaréttum. Freyja er einnig góð ein og sér. Hér fyrir neðan eru niðurstöður smökkunar sem var gerð á Uppskeruhátíð Bjórspjall.is 30. apríl, 2011 Bjór; Freyja Fjöldi álita; 5 Heildar Meðal einkunn; 26,2 af 40 mögulegu Almennt álit gesta; Einn vildi meina að þetta væri konubjór Útlit; Gulleitur, frekar gruggugur, skýjaður, “má vera skýjaðri” Meðal einkunn; 6,2* Lykt; ávextir, “beisk en venst” Meðal einkunn; 7* Áferð; mild, flatur, Meðal einkunn; 6,2* Bragð; “frískandi”, “finnur strax kóríander, milt, “skilur lítið eftir sig” Meðal einkunn; 6,8* * Hver liður gat fengið mestalagi 10 í einkunn
Hver eru viðbrögðin þín?
Æðislegt
0%
Áhugavert
0%
Meh...
0%
HA?
0%
Hata þetta
0%
Sorglegt
0%
Um höfund
Valberg Már

Segðu okkur hvað þér finnst

*