Bjór Umfjallanir
Ert að lesa núna
Ørbæk Santa Ale
0

Ørbæk Santa Ale

eftir Mjaðarbandalagiðnóvember 15, 2011
Yfirlit
ABV:

5,8%

Lýsing

Ørbæk Santa C er mikill jólabjór, fallegur gylltur að lit og með dýrindis bragði af jólum. Bruggaður með toppgerjun sem samanstendur af vatni, lífrænu byggi, lífrænum humlum og geri.

Hannað af:

Ørbæk Bryggeri

Muninn

Hausinn er 2 puttar, hvítur og rjómakenndur
Body er orange brúnt og þokukenndur
Nefið er appelsína og malt
Bragðast af appelsínu, kryddi, malti snert af geri
Eftirbragð er dauft, en þó appelsína og malt, jafnvel útí ger þegar á líður, vottur af beyskju
Appelsínubragðið í þessum smakkast frekar eins og bragðefni heldur en fesrskt sem er ekki gott
Abv er 5,8%
Blúndan er lítil
Nálardofinn er einnig lítill
Venjan á þessum er í meðallagi
Góður svona til tilbreytingar, mæli samt sem ekki með honum á jólaborðið en vel þess virði að prófa, þar sem hann er ólíkur flestum sem ég hef smakkað hingað til.
Mæli samt sem áður með westmalle ef menn eru í ávaxtahugleiðingum
Ørbæk santa C fær 40 af 100 hja mér

Huginn

Hausinn eru tveir fingur, ljós og léttur. Blúnda er lítil sem engin.
Nefið er ger.
Uppbygging er appelsínu-hnetubrún og skýjuð. Munnfylli er í meðallagi og náladofi er lítill.
Bragð er appelsína, ger og sítrus. Miðjan er sítrus og rennur út í ljúft malt. Eftirbragð er ljúft en hangir þó, aðallega sítrus og malt.
Venja er ágæt.
Virðist ekki vera nógu þroskaður, svoldið gervinnslubragð. Bragðbrettið er nokkuð lítið, ekki mikið um samspil eða aragrúa af góðum brögðum, frekar einfaldur. Bragðið er ágætt og eftibragðið er nett og þægilegt. Venjan verður verri þegar lengra dregur. Þessi er aðeins öðruvísi en hinir, veit ekki alveg hvort passi inn sem Ale.
Ég gef þessum 28 af 100.

Þitt álit
Þitt álit
Gefðu álit hér
Útlit
Ilmur
Bragð
Munnfylli
Frumlegur
Þitt álit
Þú hefur gefið þitt álit
Hver eru viðbrögðin þín?
Æðislegt
0%
Áhugavert
0%
Meh...
0%
HA?
0%
Hata þetta
0%
Sorglegt
0%
Um höfund
Mjaðarbandalagið
Mjaðarbandalagið er stofnað af íslenskum víkingum sem lögðust á árar til útlanda. Enginn veit með vissu hvar í heiminum þeir eru hverju sinni. Sumir segja að oktoberfest hafi fyrst verið haldin sem móttökuteiti fyrir Mjaðarbandalagið við komuna til bæjaralands. Aðrir vilja meina að guðinn Óðinn hafi sent þá til að prófa nútíma mjöð fyrir sig. Allt sem við vitum með vissu er að þeir senda heim reglulegar skýrslur úr heimsförinni.

Segðu okkur hvað þér finnst

Útlit
Ilmur
Bragð
Munnfylli
Frumlegur

*