Bjór Umfjallanir
Ert að lesa núna
Páskabjórar 2012 – Úrslit
0

Páskabjórar 2012 – Úrslit

eftir Bjorspjallmars 27, 2012

Nú erum við búnir að smakka og dæma alla (vonandi alla) páskabjórana og eins og með flest allt, þá eru skiptar skoðanir. Það munaði litlu á milli bjórana, enda margir mjög góðir bjórar á ferð. Það er óhætt að segja að það hafi orðið mikil fjölgun í páskabjórunum og vonum við að þessi þróun verði áfram ríkjandi í árstíðabundnum bjórum.

 

 

Svona féllu atkvæði okkar;

Kaldi páskabjór 80 af 100
Benidikt – Borg brugghús 78 af 100
Páskabock – Víking 77 af 100
Páskagull – Ölgerðin 75 af 100
Víking Páskabjór 74 af 100
Gæðingur páskabjór 63 af 100

Kaldi varð því í fyrsta sæti hjá okkur, enda fannst okkur hann einstaklega ljúfur og góður, í öðru sæti varð Benidikt (en hann varð í fyrsta sæti í bragðprófunum fréttatímans) og páskabock Víking vermir þriðja sætið. Allt mjög flottir bjórar og vonum við að þessi frábæra þróun muni halda áfram.

Hver eru viðbrögðin þín?
Æðislegt
0%
Áhugavert
0%
Meh...
0%
HA?
0%
Hata þetta
0%
Sorglegt
0%
Um höfund
Bjorspjall

Segðu okkur hvað þér finnst

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.