Bjór Umfjallanir
Ert að lesa núna
Rochefort Trappistes 8
0

Rochefort Trappistes 8

eftir Mjaðarbandalagiðoktóber 30, 2011
Yfirlit
ABV:

9,2%

Lýsing

Bruggverksmiðjan er staðsett inni í Abbey, Notre-Dame de Saint-Remy, nálægt bænum Rochefort og hefur bruggað bjór síðan 1595 það eru u.þ.b. 15 Munkar heimilisfastir í klaustrinu. Bruggferlið er leyndarmál munkana og er brugghúsið ekki opið almenningi, þar af leiðandi eru einu upplýsingarnar um bjórinn, það sem munkarnir gefa frá sér. Eins og margir sterkir belgískir bjórar, eldast þeir vel sem eru bruggaðir af Rochefort og þola vel geymslu í vínkjallara í allt að fimm árán þess að tapa gæðum. Allir bjórarnir þeirra eru bruggaðir eftir sömu uppskrift, eini munurinn á milli þeirra er alkahól magnið í bjórunum. Vatnið sem bjórinn er bruggaður úr, er fengið úr brunni staðsettur við hliðina á klaustrinu.

Hannað af:

Brasserie de Rochefort

Huginn ‎

Hausinn er einn fingur, ljós og snöggur. Falleg blúnda en frekar snögg.
Nefið er eins og frískpressaðir ávextir, hindber, nammi hlaup og sprengityggjó. Fersk blómalykt.
Uppbygging er mjög dökk og mjög gruggug, enda ófilteraður. Munnfylli er ágæt.
Náladofi er frábær, verður ekki flatur.
Bragð er ljúft malt, ber, sítrus/grape og ger. Eftirbragð er það sama út í gegn, alls ekki þurr. Finn smá bruna í endann, enda 9,2 abv. Bragðið helst alla leiðina í gegn.
Flaskan er flott, einfaldur miði sem segir allt sem segja þarf.. ekkert glingur sem þarf til að selja þennann.
Þessi trappist er frábær ! Flókinn jafnt sem hann er einfaldur. Kitlar nef og bragðlauka. Bjóst við tripel, miðað við 9,2 %, en held að þessi sé dubbel, frábær dubbel.
Ég gef þessum létta 98 af 100.

Muninn ‎

Hausinn er um 1 putti og vel hvítur og snöggur. Body er gruggugt og hnetubrúnt. Þessi er alveg ófilteraður og þar af leiðandi er talsvert af sjáanlegru gruggi. Nefið er ferskir ávextir og blómvöndur, minnir mig á eilífðarkúluna sem var seld hér í gamla dag. Smakkast af sítrónu, fersk ber og mikið og gott munnfylli. Flókinn og skemmtilegur. Eftirbragðið er nákvæmlega eins og hann smakkast, og endingin er mikil og góð sem er ánægjulegt með góða bjóra. Góð blúnda og venjan er góð. APV er 9,2% og spilar áfengisbragðið stóra rullu í heildarbragðinu, en þó sem ”silent partner” og passar vel saman. Þessi er einn af þessum bjórum sem koma í allt of litlum flöskum, þ.e. manni langar í meira þegar flaskan klárast. Flaskan er einföld og miðinn segjir bara það sem segja þarf. Þennan þarf ekki að auglýsa þar sem hann er bruggaður af munkum sem eru einir af 7 í veröldinni sem meiga kalla vöruna sína Trappist. Þessi er einn af þeim allra bestu bjórum sem eru á markaðnum og fyrir mitt leiti er ekki til neitt sem heitir hinn fullkomni bjór, en þessi er það sem ég hef smakkað sem kemst næst því að vera fullkominn. Mín einkunn 99

Þitt álit
Þitt álit
Gefðu álit hér
Útlit
Ilmur
Bragð
Munnfylli
Frumlegur
Þitt álit
Þú hefur gefið þitt álit
Hver eru viðbrögðin þín?
Æðislegt
0%
Áhugavert
0%
Meh...
0%
HA?
0%
Hata þetta
0%
Sorglegt
0%
Um höfund
Mjaðarbandalagið
Mjaðarbandalagið er stofnað af íslenskum víkingum sem lögðust á árar til útlanda. Enginn veit með vissu hvar í heiminum þeir eru hverju sinni. Sumir segja að oktoberfest hafi fyrst verið haldin sem móttökuteiti fyrir Mjaðarbandalagið við komuna til bæjaralands. Aðrir vilja meina að guðinn Óðinn hafi sent þá til að prófa nútíma mjöð fyrir sig. Allt sem við vitum með vissu er að þeir senda heim reglulegar skýrslur úr heimsförinni.

Segðu okkur hvað þér finnst

Útlit
Ilmur
Bragð
Munnfylli
Frumlegur

*