Bjór Umfjallanir
Ert að lesa núna
Shepherd Neame, Christmas Ale
0

Shepherd Neame, Christmas Ale

eftir Mjaðarbandalagiðdesember 3, 2011
Yfirlit
ABV:

7.00%

Lýsing

Glóandi appelsínugulur vetrar öl með ávaxta angan. Let frosnir vetrar ávextir, með let krydduðum humlum með keim af ljúfum alkohól tónum, sem skilur eftir sig frískandi humla eftirbragð.

Hannað af:

Shepherd Neame Ltd

Muninn

Hausinn er 1 putti, ljós og léttur.
Body er tært amber
Nefið er, humlar og sætir ávextir og áfengi
Smakkast af malti, sætum ávöxtum, kryddi og alkohól
Eftirbragð er aðallega humlar (þó lítið) og alkohól sem er meira ráðandi
Ágætis blúnda
Svolítill nálardofi og gott munnfylli
Flaskan er virkileg flott og mikið lagt í hönnunina, árituð flaska og miði sem kallar á þig úr hillunni.
Venjan er ágæt í honum en þó er áfengisbragðið heldur yfirgnæfandi í þessum öli. Gerði mér kanski of miklar vonir með hann.  Sætan er að koma sterk inn í honum, en bjargar honum þó ekki. Er rétt á meðallagi hjá mér gef honum 48 af 100

Huginn

Hausinn er rúmur fingur, hvítur og meðal snöggur. Blúndan er þétt og róleg.
Nefið er karamella, sætir ávextir og malt.
Uppbygging er appelsínu-rauð. Fylling er undir meðallagi og náladofi góður.
Bragð eru sætir ávextir, malt og karamella. Bragðið er svolítið reykt og það lumar á kryddum. Bragð er frekar létt og stutt, miðja er fín en eftirbragð er ekkert.
Venja er góð.
Bjóst við meiri ávaxtaröl, en vissi svosem að þetti yrði eins og allir þessir rauðu ölar frá Bretlandi.. kemur eiginlega ekkert á óvart. Það er eins og það vanti alla hörku í þessa bresku. Ölinn er þó nokkuð ljúfur og góður, einfaldur og með þessu sama, karamellu-malt-ávaxta bragði eins og allir þessir rauðu ölar.
Ég gef þessum 60 af 100

Þitt álit
Þitt álit
Gefðu álit hér
Útlit
Ilmur
Bragð
Munnfylli
Frumlegur
Þitt álit
Þú hefur gefið þitt álit
Hver eru viðbrögðin þín?
Æðislegt
0%
Áhugavert
0%
Meh...
0%
HA?
0%
Hata þetta
0%
Sorglegt
0%
Um höfund
Mjaðarbandalagið
Mjaðarbandalagið er stofnað af íslenskum víkingum sem lögðust á árar til útlanda. Enginn veit með vissu hvar í heiminum þeir eru hverju sinni. Sumir segja að oktoberfest hafi fyrst verið haldin sem móttökuteiti fyrir Mjaðarbandalagið við komuna til bæjaralands. Aðrir vilja meina að guðinn Óðinn hafi sent þá til að prófa nútíma mjöð fyrir sig. Allt sem við vitum með vissu er að þeir senda heim reglulegar skýrslur úr heimsförinni.

Segðu okkur hvað þér finnst

Útlit
Ilmur
Bragð
Munnfylli
Frumlegur

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.