Brugghús
Ert að lesa núna
Snorri NR.10
0

Snorri NR.10

eftir Valberg Márnóvember 29, 2016
Yfirlit
ABV:

5,3%

IBU:

20

Malt:

Íslenskt ómaltað bygg

Humlar:

Mittelfruh, Perle

Annað hráefni

Lífrænt íslenskt blóðberg (e. Arctic Thyme)

Plato

12.8

Íslenskt öl – Snorri NR.10 er þjóðlegt öl. Hann er bruggaður úr innlendu byggi og kryddaður með alíslensku, lífrænu blóðbergi. Snorri er margslunginn og ekki allur sem hann er séður. Hann er ósíaður, örlítið skýjaður en engu að síður ljós yfirlitum. Lyktin gefur til kynna að pundið sé þungt í Snorra, en annað kemur í ljós við smökkun; það er létt yfir honum og ferskleiki í fyrirrúmi.

Eitt af því sem gerir Snorra enn meira spennandi er ljúffengur og framandi ávaxtakeimur sem blandast skemmtilega við hinn villta lyngkeim. Snorri er aðgengilegur bjór og hentar t.d. vel með léttri villibráð. Við erum ákaflega stolt af Snorra og sýnum honum tilhlýðilega virðingu með því að kenna hann við sjálfan Snorra Sturluson sem hóf búskap sinn á Borg á Mýrum. – Borg Brugghús

Þitt álit
Þitt álit
Gefðu álit hér
Útlit
7.1
Ilmur
7.7
Bragð
10
Munnfylli
6.7
Frumlegur
9.1
8.1
Þitt álit
1einkunn
Þú hefur gefið þitt álit
Hver eru viðbrögðin þín?
Æðislegt
0%
Áhugavert
0%
Meh...
0%
HA?
0%
Hata þetta
0%
Sorglegt
0%
Um höfund
Valberg Már
Alltaf fundist bjór einstaklega góður og til að svara spurningum um bjórinn, þá ákvað ég að stofna Bjórpsjall og fræða mig um bjórinn ásamt því að skrifa um bjór og bjórmenninguna, vonandi öðrum til fróleiks og skemmtunar.

Segðu okkur hvað þér finnst

Útlit
Ilmur
Bragð
Munnfylli
Frumlegur

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.