Brugghús
Ert að lesa núna
Steðji
0

Steðji

eftir Valberg Márnóvember 23, 2016

Brugghúsið Steðji ehf var stofnað árið 2012, eigendur fyrirtækisins eru Svanhildur Valdimarsdóttir og Dagbjartur Arilíusson ábúendur og eigendur Steðja. Markmið brugghússins er að auka flóru bjórmenningarinnar og þá sér í lagi af þýzkum bjór, en þjóðverjar eru ein mesta bjórþjóð heimsins.

Við bruggum eftir “Reinheitsgeboten”, sem eru þýsk hreinleikalög frá árinu 1516.

Steðji.com

Hvað merkja stjörnurnar á flösku miðunum hjá Steðja – http://www.stedji.com/bj%C3%B3rstjarnan.html

Grein um Steðja í Vísir

Almáttugur Steðji Jólaöl (Porter)

21690Steðji kynnir hér með seinni jólabjór sinn, Almáttugur Steðji, en það er hið fullkomna jólaöl. Vel maltaður bjór í áttina að porter bjórum, mjög bragðmikill, 6.0% að styrkleika. Í þennan notum við vel maltað, sérunnið bygg. Þetta er fyrsti yfirgerjaði bjórinn sem Steðji sendir frá sér, og erum við gríðarlega stolt af þessum. Núþegar hefur hann verið efstur í nokkrum bjórsmökkunum fyrir árið 2014. Hér er t.d. skemmtilegur dómur frá Matviss. – Steðji

Brúnn. Meðalfylling, sætuvottur, lítil beiskja. Léttristað malt, karamella, lakkrís. – Vínbúðin

ABV:
IBU:

Steðji Hvalur (Euro lager)

hvalurBrugghús Steðja kynnir ÞorraSteðja til leiks. Einstakur bjór á heimsvísu, en hérna erum við í samstarfi við Hval hf. Við bruggum bragðmikinn Hvalbjór sem er bruggaður með hvalmjöli. Hvalmjölið er mjög próteinríkt og nánast engin fita í því. Það ásamt því að engin viðbættur sykur er notaður gerir þetta að mjög heilnæmum drykk, og verða menn sannir víkingar á honum!
Hvalbragðið kemur fram í undirtóni bjórsins og einnig vel í eftirbragðinu. Bjórinn er 5.2% í alc og við síum hann og gerilsneyðum.
Miðinn er hannaður af íslenzkum verðlaunahönnuði búsettum á Ítalíu, með innihaldinu í huga ásamt þorrastemningunni að sjálfsögðu. Í bakgrunni miðans er texti úr Hávamálum en þetta er það fyrsta sem Óðinn las úr rúnum.
Þetta er hinn eini og sanni íslenzki þorrabjór. – Steðji

ABV:
IBU:

Steðji Októberbjór (Bock)

stedji-oktober-bjorSteðji verður með Oktoberbjór núna í haust og verðum við þar með graskersbjór bruggaðan úr sérstöku „RED X“ malti og með Austurriskum Styrian graskersfræjum. Þessi bjór verður sá maltaðasti og sterkasti í alcoholmagni frá okkur að sinni. Virkilega flottur bjór þarna á ferðinni.

ABV:
IBU:

Þari páskabjór (Spiced Beer)

thariBrugghús Steðja kynnir nú til leiks, Þari páskabjór Steðja. Þari er „nostalgíu“ bjór, þar sem þarabragð og lykt skín í gegn, sem íslendingar þekkja svo vel þegar við öndum að okkur íslensku sjávarlofti. Eins og nafni gefur til kynna þá inniheldur bjórinn m.a. þara sem kemur úr Breiðarfirðinum ásamt kakói. En kakóið samblandast vel við þarann og útkoman er mjög skemmtilegur bjór sem engin má fara á mis við. Bjórinn er 4,8% í alc.

Myndin á flöskunni er fengin hjá KJ Photography og er tekin í fjöruborði við Borgarnes og fjallið á myndinni er hið tignarlega Hafnarfjall. Íslenzki verðlaunahönnuðurinn okkar, fullkomnaði svo verkið. – Steðji

ABV:
IBU:

Steðji páska bjór (Lager)

paskaHann er bruggaður með blómum af Yllir, (eldery flowers), er 4.9 % að styrkleika. Mjög ferskur og ljúfur. (Steðji)

ABV:
IBU:

Steðji lager (Lager)

20892Steðji er ljós lagerbjór, bruggaður eftir þýskum hefðum, með íslenzku hjarta.

Ljósgullinn, Ósætur, léttur, lítil beiskja. Korn, humlar. (Vínbúðin)

ABV:
IBU:

Jóla Steðji (Lager)

20970Hann er með lakkrískeim og er 5.3% að styrkleika.  (Steðji)

Rafgullinn Ósætur, létt meðalfylling, miðlungsbeiskja. Malt, humlar, lakkrís. (Vínbúðin)

ABV:
IBU:

Steðji Dökkur (Altbier)

dokkurSteðji dökkur bjór er bruggaður eftir “Reinheitsgeboten” sem eru þýsk hreinleikalög frá árinu 1516. Hann er síaður og gerilsneyddur. Fullkomlega maltaður og líkist helst þýskum “Alt bier” Hann er 5.1% alc.

ABV:
IBU:

Steðji Kóróna (Lager)

koronaKóróna Steðji er bruggaður eftir þýsku “Reinheitsgeboten” sem eru hreinleika-lög frá árinu 1516. Kóróna Steðji er mjög léttur og ferskur bjór, með 4.5% alc. Hann er bruggaður úr sítrus humlum sem eru ræktaðir í Nýja Sjálandi. Svo Kóróna Steðji er með ríkt sítrusbragð.

ABV:
IBU:

Steðji Reyktur (Rauchbier)

unnamed (3) Steðji Reyktur bjór er bruggaður eftir þýskur hreinleikalögunum “Reinheitsgeboten”. Hann er með miklu reyk-bragði og er 4.6% alc. Eitthvað fyrir þá sem vilja bragðmeira bjóra. (Steðji)

Brúnn. Ósætur, mjúk meðalfylling, meðalbeiskja. Reykur, malt, karamella. (Vínbúðin)

ABV:
IBU:
Hver eru viðbrögðin þín?
Æðislegt
0%
Áhugavert
0%
Meh...
0%
HA?
0%
Hata þetta
0%
Sorglegt
0%
Um höfund
Valberg Már
Alltaf fundist bjór einstaklega góður og til að svara spurningum um bjórinn, þá ákvað ég að stofna Bjórpsjall og fræða mig um bjórinn ásamt því að skrifa um bjór og bjórmenninguna, vonandi öðrum til fróleiks og skemmtunar.

Segðu okkur hvað þér finnst

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.