Bjór Umfjallanir
Ert að lesa núna
Svyturys Baltijos Dark Red
0

Svyturys Baltijos Dark Red

eftir Mjaðarbandalagiðfebrúar 7, 2014
Yfirlit
ABV:

5,8%

IBU:

-

Humlar:

-

Fáanlegur:

Svyturys bjór tegundin Baltijos vann brons verðlaun á Beer World Cup í bjór flokki þýskra Märzen bjóra. Svyturys Baltijos er elsta tegund af bjór framleidd af brugghúsinu Svyturys, uppskriftin er síða árið 1965. Þetta er elsta tegund af litháískum bjór. Svyturys Baltijos bjór er viskælasti bjórinn í Klaipeda. Svyturys Baltijos bjór er seldur í 0,5 lítra flöskum og á kútum. Svyturys Baltijos, sem er sterkur bjór, dökk rauður, sker sig úr með brúnleitt og sérstaklega þykkan haus, góðmunnfylli og um leið sæt karamella sem gefur lagt eftirbragð.

Fæst í/á:

-

Muninn

Hausinn er lítill sem enginn
Body er amber
Nefið er malt, karamella og ger
Bragðast af malti, karamellu og humlum, jafnvel að smá áfengisbragð læðist með. Sætan er í jafnvægi við maltið og humlana sem gerir hann nokkuð góðann.
Eftirbragð er aðallega sæt karamella en staldrar fremur stutt við.
Blúndan er enginn
Nálardofinn er mildur og munnfylli er ríkt og þægilegt
ABV er 5,8
Venjan í þessum er bara nokkuð góð, sáttur eftir hann. Ég er líklegur til að fjárfesta í honum aftur.
Gef honum 75 af 100

Huginn

Hausinn er einn fingur, ljós og frekar snöggur. Blúndan er lítil og snögg.
Nefið er sætt malt og ger.
Uppbygging er appelsínu- rauð. Fylling er góð og náladofi í meðallagi.
Bragð er sætt malt, karamella, sætir ávextir. Smá beiskja í miðjunni en rennur aftur út í malt í eftirbragði. Eftirbragð er langt og ljúft.
Venja er mjög góð.
Þessi er ljúfur og sætur, samt ekki oft sætur, sem betur fer. Hann rennur ljúft niður, ljúffengur og eitthvað sem maður verslar aftur.
Þessum gef ég 75 af 100.

Þitt álit
Þitt álit
Gefðu álit hér
Útlit
Ilmur
Bragð
Munnfylli
Frumlegur
Þitt álit
Þú hefur gefið þitt álit
Hver eru viðbrögðin þín?
Æðislegt
0%
Áhugavert
0%
Meh...
0%
HA?
0%
Hata þetta
0%
Sorglegt
0%
Um höfund
Mjaðarbandalagið
Mjaðarbandalagið er stofnað af íslenskum víkingum sem lögðust á árar til útlanda. Enginn veit með vissu hvar í heiminum þeir eru hverju sinni. Sumir segja að oktoberfest hafi fyrst verið haldin sem móttökuteiti fyrir Mjaðarbandalagið við komuna til bæjaralands. Aðrir vilja meina að guðinn Óðinn hafi sent þá til að prófa nútíma mjöð fyrir sig. Allt sem við vitum með vissu er að þeir senda heim reglulegar skýrslur úr heimsförinni.

Segðu okkur hvað þér finnst

Útlit
Ilmur
Bragð
Munnfylli
Frumlegur

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.