Bjór Umfjallanir
Ert að lesa núna
Thisted Bryghus Jule Ale
0

Thisted Bryghus Jule Ale

eftir Mjaðarbandalagiðnóvember 8, 2011
Yfirlit
ABV:

7,5%

Lýsing

Jólagjöfin frá Thisted brugghús vermir bæði á jólaborðið og í munninn. Ölin inniheldur karamellu sætleika sem kemur frá háréttri samsetning af nokkrum gerðum af malti. Dásamlegur ilmur hens og ríkuleg uppbyggingu smyr tunguna, en bragðið er ótrúlega snúið með ferskum biturleika sem gerir jólin á þessu ári og bragðið alveg eftirminnilegt.

Hannað af:

Thisted Bryghus

Muninn‎

Hausinn er rjómakenndur, beige 2 puttar.
Nefið er malt, Karamella og humlar
Body er brúnt og út í dökk rautt
Smakkast af malti og mikið anís bragð, talsverð beyskja vottur af kaffi og áfengi.
Abv er 7,5
Venjan er ekki nógu góð vegna mikils áfengisbragðs annars góður.
Flaskan er frekar einföld og í stíl við aðra öla frá þessu brugghúsi.
Er undir meðallagi vegna of mikils alkoholbragðs.
Fær 45 af 100

Huginn

Hausinn er þrír fingur. Rólegur og rjómakenndur. Blúnda er í meðallagi, nokkuð snögg.
Nefið er biturt, sítrus malt.
Uppbygging er dökk með rauðum tónum. Fylling er í meðallagi.
Bragð er biturt með áfengisbragði. Klípa af appelsínuberki í eftirbragði.
Neðar í glasinu er að finna malt, jafnvel brennt kaffi.
Venjan er rétt undir meðallagi.
Flaskan er ágæt, hefðu getað töfrað fram flottari miða, svona fyrst að jólin eru nú einu sinni á ári.
Þessi slær mann aðeins út af laginu, bjóst við ljúffengis ale en fékk eitthvað sem var frekar biturt með miklu áfengisbragði.
Þessi fær netta 35 af 100 frá mér.

Þitt álit
Þitt álit
Gefðu álit hér
Útlit
Ilmur
Bragð
Munnfylli
Frumlegur
Þitt álit
Þú hefur gefið þitt álit
Hver eru viðbrögðin þín?
Æðislegt
0%
Áhugavert
0%
Meh...
0%
HA?
0%
Hata þetta
0%
Sorglegt
0%
Um höfund
Mjaðarbandalagið
Mjaðarbandalagið er stofnað af íslenskum víkingum sem lögðust á árar til útlanda. Enginn veit með vissu hvar í heiminum þeir eru hverju sinni. Sumir segja að oktoberfest hafi fyrst verið haldin sem móttökuteiti fyrir Mjaðarbandalagið við komuna til bæjaralands. Aðrir vilja meina að guðinn Óðinn hafi sent þá til að prófa nútíma mjöð fyrir sig. Allt sem við vitum með vissu er að þeir senda heim reglulegar skýrslur úr heimsförinni.

Segðu okkur hvað þér finnst

Útlit
Ilmur
Bragð
Munnfylli
Frumlegur

*