Bjór Umfjallanir
Ert að lesa núna
Tuborg Julebryg
0

Tuborg Julebryg

eftir Mjaðarbandalagiðnóvember 5, 2011
Yfirlit
ABV:

5,6%

Lýsing

Tuborg Julebryg hefur verið hluti af danskri menningu síðan jólin 1981 og þessi myrki lager hefur orðið á undanförnum árum skýr merki þess að jólin stendur fyrir dyrum. Tuborg Julebryg einn danskra bjóra með eigin hefðir vegna jólanna. Á J-daginn fellur fyrsti snjórinn yfir landið og götur fylltar með jóla anda og gleði. Bragðið er ríkt og sætt með góðum líkama og skemmtilega biturð með snert af ensku lakkrís. Tuborg Julebryg hefur hlýjann og dökkan lit, sem er fínn fyrir árstíðina, og lykt er bæði ristaðar Karmellur og ferskuleiki.

Hannað af:

Carlsberg Brewery

Huginn

Hausinn eru tveir fingur, ljós og meðalsnöggur. Lítil sem engin blúnda og hengjan í hausnum er ágæt.
Nefið er malt, ger og humlar.
Uppbygging er hnetubrún og þunn með góðum náladofa.
Bragð er ferskt með sítrus með léttu malti og malt eftirbragði. Meira maltbragð neðar í glasinu. Mjög ferskur en frekar bragðdaufur.
Venja er góð.
Flaskan er töff, nýtískuleg, eins og sé verið að höfða til yngri kynslóðarinnar. Mætti vera í hina áttina fyrir minn smekk.
Þetta er góður og ferskur drykkur, jafnvel góður öl.
Þessi fær 20 af 100 frá mér.

Muninn ‎

Hausinn er ca 2 puttar. Body er hnetubrúnt og tært.
Nefið er ger vottur af jörð.
bragðast af malti, virkar ferskur með humlum.
Eftirbragðið er malt og vottar á beiskju.
Blúnda er lítil
ABV er 5,6%
Flaskan er hönnuð eins og það sé of mikið af límmiðum á henni og er það hönnun ársins á jólatúborgflöskuni en hún breytist á hverju ári.
yfir höfuð er þessi ágætur en höfðar ekkert sérstaklega til mín og þá aðallega það að hann er að mínu mati vatnskendur.
er á meðallagi miðað við það sem ég bjóst við. fær hann 50 af 100 hjá mér og setur standardinn fyrir aðra jólabjóra sem koma á eftir.

Þitt álit
Þitt álit
Gefðu álit hér
Útlit
Ilmur
Bragð
Munnfylli
Frumlegur
Þitt álit
Þú hefur gefið þitt álit
Hver eru viðbrögðin þín?
Æðislegt
0%
Áhugavert
0%
Meh...
0%
HA?
0%
Hata þetta
0%
Sorglegt
0%
Um höfund
Mjaðarbandalagið
Mjaðarbandalagið er stofnað af íslenskum víkingum sem lögðust á árar til útlanda. Enginn veit með vissu hvar í heiminum þeir eru hverju sinni. Sumir segja að oktoberfest hafi fyrst verið haldin sem móttökuteiti fyrir Mjaðarbandalagið við komuna til bæjaralands. Aðrir vilja meina að guðinn Óðinn hafi sent þá til að prófa nútíma mjöð fyrir sig. Allt sem við vitum með vissu er að þeir senda heim reglulegar skýrslur úr heimsförinni.

Segðu okkur hvað þér finnst

Útlit
Ilmur
Bragð
Munnfylli
Frumlegur

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.