Brugghús
Ert að lesa núna
Víking Ölgerð
0

Víking Ölgerð

eftir Valberg Márnóvember 23, 2016

Saga Efnagerðar / Víkings hf.

1939 var Hf. Efnagerð Siglufjarðar stofnuð en um mitt ár 1945 var starfsemin flutt til Akureyrar og nafninu breytt í Efnagerð Akureyrar hf. 1962 var ný verksmiðja reist að Furuvöllum 18 og nafninu breytt í Sana hf. 1966 voru ný tæki til ölgerðar tekin í notkun en Sana hf. og Sanitas hf. voru svo sameinuð árið 1978. Árið 1988 var ölgerðin öll stækkuð og endurbyggð, ári áður en bjór var leyfður á Íslandi. Nafninu var svo breytt í Víking hf árið 1994.

1997 eru Sól hf. og Víking hf sameinuð undir nafninu Sól-Víking.

Sameining Vífilfells og Sólar-Víkings

Snemma árs 2001 samþykktu samkeppnisyfirvöld samruna Sólar-Víkings og Vífilfells án skilyrða og voru fyrirtækin þá sameinuð undir nafni Vífilfells.

Nýjir eigendur að Vífilfelli voru þá Þorsteinn M. Jónsson, Sigfús R. Sigfússon og Kaupþing. Við sameininguna varð Vífilfell stærsta fyrirtæki landsins í drykkjarvörum.

Útflutningur hefur síðustu ár skipað smáan, en vaxandi sess í starfsemi fyrirtækisins. Á síðastu árum hefur lítilsháttar útflutningur á bjór bæst við. Víking bjórinn fæst nú á nokkrum stöðum í og við höfuðborg Bandaríkjanna, Washington, DC, og Víking og Thule má einnig finna í áfengiseinkasölu frænda okkar Færeyinga, Rúsdrekkasøla Landsins, og hafa notið þar talsverðra vinsælda.
Vífilfell
Greinar:

Vífilfell / Víking bruggar eftirfarandi bjóra og eða hefur bruggað;

Thule jólabjór (Vienna / Amber Lager)

thule-jolabjorRafbrúnn. Ósætur, létt fylling, miðlungsbeiskja. Ristað malt, humlar, karamella. – Vínbúðin

Þessi kom mér skemmtilega á óvart, þræljólalegur og góður. Parið hann við bragðmeiri mat og kryddaðan, kjúkling, kalkún og jafnvel önd eða gæs. Prófið hann með jólabúðingnum eða konfektinu eða bara einan og sér eftir matinn. – Matviss / Bjórviss

Check in on Untappd
ABV:5.4%
Malts:?
Hops:?
Other:?
Yeast:?
Fáanlegt::Jólabjór

Víking JólaBock (Bock)

VinVif_1927JólaBock er nýjasta afurðin í Íslensku úrvals fjölskylduna þar sem menn fara ótroðnar slóðir. JólaBock er bruggaður í stíl hefðbundinna Bock bjóra „Traditional Bock“. Í réttu ljósi kemur skemmtilega dökkrauðbrúnn liturinn fram. Grunnmaltið er Munichmalt sem gefur ríkulegt maltbragð og svolítinn karmellu- og súkkuaðikeim sem kemur fram í eftirbragðinu, ásamt að gefa bjórnum mýkt og smá sætleika.
Bjórinn er sterkur en maltbragðið felur styrkleikann sem er þó í bakgrunni og gefur smá vermandi tilfinningu. JólaBock er undirgerjaður og í hann eru notaðir bæverskir humlar í nokkru magni til að gefa bjórnum jafnvægi.

Upphaflega kemur Bock bjór frá Einbeck í Þýskalandi, þar sem bjórgerð blómstraði á dögum Hansakaupmanna á14-17 öld. Sterki bjórinn frá Einbeck þoldi vel geymslu og var fluttur út víða um lönd. Bruggarar í Munich reyndu að líkja eftir bjórnum frá Einbeck en það gekk ekki fyrr en þeir réðu til sín bruggmeistara þaðan, Elias Pichler, árið 1614. Bjórinn sem hann skapaði er fyrirmynd Bockbjóra í dag. Líklegasta skýringin á nafninu er talin vera að í framburði bæjara hafi Einbeck breyst í Ein Bock og svo bara Bock. Bock þýðir líka geit á þýsku og því er oft geithafur á miðum Bock bjóra.
Bock bjórar skiptast í nokkra flokka sem eru: MaiBock/Helles bock, Traditional bock, Doppelbock og Eisbock.

Dökkrauðbrúnn. ríkulegt maltbragð og svolítinn karmellu- og súkkuaðikeim sem kemur fram í eftirbragðinu.

Check in on Untappd
ABV:6.2%
Malts:Munichmalt
Hops: Bæværskir
Yeast:?
Fáanlegt::Jólabjór
Auka GlósurKom á markað: 2010

Víking Jólabjór (Vienna / Amber Lager)

viking jolabjorBruggun Víking jólabjórs tekur lengri tíma en þegar um venjulegan lagerbjór er að ræða. Þykir við hæfi að nostra sérstaklega við þennan hátíðabjór sem aðeins er seldur í stuttan tíma. Karamellumalt er notað í jólabjórinn, sem gefur honum dekkri lit og keim af brenndum sykri, kaffi og karamellu. Þá er það einnig afar sérstakt við framleiðslu jólabjórsins að hann er látinn eftirgerjast við lágt hitastig þegar aðalgerjuninni er lokið. Þessi vinnsluaðferð gefur jólabjórnum þétt og mjúkt bragð, mikla fyllingu og góða froðu. Hann hentar vel með mat og því tilvalinn í veisluna og á hlaðborðið. Bruggmeistari jólabjórsins er sem fyrr Baldur Kárason.

Víking Jólabjór er nú orðin 20 ára (2010) og má segja að hann sé orðinn órjúfanlegur hjá mörgum í jólahaldinu.

Gullinn. Karmellumaltið gefur keim af brenndum sykri, kaffi og karamellu. (Vínbúðin)

[videoembed type=“youtube“ ratio=“sixteen_by_nine“ url=“http://www.youtube.com/watch?v=N4G48io1r6s“ id=“video_0″]
[videoembed type=“youtube“ ratio=“sixteen_by_nine“ url=“http://www.youtube.com/watch?v=rp1dJJTTDJA“ id=“video_0″]
[videoembed type=“youtube“ ratio=“sixteen_by_nine“ url=“http://www.youtube.com/watch?v=nQDfmBN-r4M“ id=“video_0″]
[videoembed type=“youtube“ ratio=“sixteen_by_nine“ url=“http://www.youtube.com/watch?v=As4LladeQhM“ id=“video_0″]
Check in on Untappd
ABV:5%
Malts:?
Hops:?
Yeast:?
Fáanlegt::Jólabjór

Thule (Pale Lager)

THULE_FLASKA_33CLBjórinn er ljósgullinn að lit og sækir eins og Víking fyrirmynd sína til pilsen bjóra.

Ljósgullinn, Miðlungs biturleiki og þægilegan humalkeim sem veldur fínlegu eftirbragði.

Verðlaun:
Thule lenti í þriðja sæti í smökkun danska bjórnautnafélagsins, Dansk ölnyderforening, árið 1998. Alls voru 514 bjórar smakkaðir.

Check in on Untappd
ABV:5%
Malts:?
Hops:?
Yeast:?
Fáanlegt::Allt árið
Auka GlósurThule lenti í þriðja sæti í smökkun danska bjórnautnafélagsins, Dansk ölnyderforening, árið 1998. Alls voru 514 bjórar smakkaðir.

Víking Lite (Lager)

542_bigVíking Lite inniheldur þriðjungi færri hitaeiningar en venjulegur bjór því hann er bruggaður á sérstakan hátt þannig að svo til engin kolvetni eða sykrur verða eftir.

Ljósgullinn, Létt fylling, þurr og ferskur, með litla beiskju og léttan korn- og maltkeim – Vínbúðin.

Check in on Untappd
ABV:4.4%
Malts:?
Hops:?
Yeast:?
Fáanlegt::Allt árið
Auka GlósurNæsringargildi: 29 kcal/100 ml

Víking Lager (Pale Lager)

lager vikingÍ hann er notaður maís sem gerir hann minna saðsaman en jafnframt meira frískandi.

Ljósgullinn, Létt fylling, þurr, mildur, lítil beiskja með létta malt og kryddtóna.

I am text block. Click edit button to change this text.

Check in on Untappd
ABV:4.5%
Malts:?
Hops:?
Other:Maís
Yeast:?
Fáanlegt::Allt árið

Pils Organic (Bohemian / Czech Pilsener)

11785Ljósgullinn, meðalfylling, þurr, mildur, miðlungs beiskja. Mjúkt malt, baunir, laufkrydd.

Check in on Untappd
ABV:5%
Malts:?
Hops:?
Yeast:?
Fáanlegt::Allt árið
Auka GlósurFyrsti Íslenski líffrænt vottaði bjórinn. Hér fyrir neðan eru niðurstöður smökkunar sem var gerð á Uppskeruhátíð Bjórspjall.is 30. apríl, 2011 Bjór; Pils Organic Fjöldi álita; 5 Heildar Meðal einkunn; 33,2 af 40 mögulegu Almennt álit gesta; Útlit; Örlítið skýjaður, sítrus gulur – smá skýjaður Meðal einkunn; 8,2* Lykt; “lítil lykt”, súr Meðal einkunn; 7,8* Áferð; dálítið þurr, gosríkur og léttur Meðal einkunn; 8* Bragð; beiskt eftirbragð, bitter en sætleiki í eftirkeim Meðal einkunn; 9* * Hver liður gat fengið mestalagi 10 í einkunn

Víking Gylltur (Bohemian / Czech Pilsener)

Viking GyllturLjósgullinn, Létta beiskju og fínt eftirbragð.

Check in on Untappd
ABV:5.6%
Malts:?
Hops:?
Other:Maís, sykur
Yeast:?
Fáanlegt::Allt árið
Auka GlósurVerðlaun og keppnir: Bjórinn hlaut fyrst gullverðlaun alþjólegu gæðastofnunarinnar Monde Selection árið 1992 og síðan aftur árin 2002 og 2003.

Víking Classic (Vienna / Amber Lager)

Viking classicVíking Classic er með meiri fyllingu og dekkri lit en hinn hefðbundni ljósi lager bjór. Hann er bruggaður úr pilsner malti en að auki eru notaðar í hann þrjár gerðir af dekkra malti sem gefa ölítinn sætukenndan karamellukeim í bragðið, auk hins ljós-rauðbrúna litar. Hann er létt humlaður og með væga beiskju sem leyfir maltinu að njóta sín.

Víking Classic tilheyrir Vienna bjórflokknum sem varð til á 19 öldinni og telst bruggmeistarinn Anton Dreher upphafsmaður hans. Classic nafnið kemur til af því að svona bjór þykir líkari bjór eins og algengur var á seinnihluta 19 aldar. Stíllinn hefur gengið í endurnýjun lífdaga á síðustu árum og hefur náð nokkrum vinsældum til að mynda í Danmörku og sækir okkar Classic fyrirmyndina að nokkru þangað.

Check in on Untappd
ABV:4.6%
Malts:?
Hops:?
Yeast:?
Fáanlegt::Allt árið
Auka GlósurÁ bjórkynningu sem við héldum fyrir Bjórklúbb Advania, þá fékk Víking Classic 6,8 af 10 í einkunn.

Víking Sterkur (Pale Lager)

8367a8557f355a65Ljósgullinn, Mjúk fylling, þurr, mildur, lítil beiskja með sætkryddaðan malt og humlakeim. – Vínbúðin.

Check in on Untappd
ABV:7%
Malts:?
Hops:?
Yeast:?
Fáanlegt::Allt árið

Viking Stout (Stout)

12538Dökkur, Sætuvottur, meðalfylling, miðlungsbeiskja. Lakkrís, kaffi, kakó.

Umfjöllun: Mjaðarbandalagið

Check in on Untappd
ABV:5.8%
Malts:?
Hops:?
Yeast:?
Fáanlegt::Allt árið
Auka GlósurGrillmatur og eða skelfiskur

Víking Þorrabjór (2011) (Lager)

pic65142Það er kominn á markað Víking Þorrabjór í fyrsta skipti frá 1998/1999.Þessi er mjög sérstakur því í hann eru notaðar fjórar gerðir bygg- og hveitimalts ásamt blöndu af bæverskum, enskum og amerískum humlum. Frískleg beiskja og humlabragði sem vinnur vel með þorramatnum.

Ljósgullinn, Meðalfylling, þurr, ferskur, miðlungsbeiskja. Malt, korn, grösugir humlar.

ABV:5.1%
Malts:fjórar gerðir bygg- og hveitimalts
Hops:bæverskir, enskir og amerískir
Fáanlegt::Þorrabjór

Víking Páskabjór (Lager)

93f041bd38b085acRafbrúnn, Meðalfylling, þurr, fersk sýra, beiskur. Ristað malt, karamella, kaffi.

Check in on Untappd
ABV:4.8%
Malts:?
Hops:?
Yeast:?
Fáanlegt::Páska bjór

Víking Páska Bock (2011) (Bock)

18853Rafbrúnn, Mjúk fylling, sætuvottur, ferskur, miðlungs beiskja. Mjúkristað korn, rjómakaramella, hey. (Vínbúðin)

Umfjöllun;
Páska Bock – Víking eftir Bjórspjall

Check in on Untappd
ABV:6.7%
Malts:Munich malt og pilsner malt, crystal malt og súkkulaðimalt.
Hops:Northern brewer og Hallertau tradition
Yeast:?
Fáanlegt::Páska bjór
Auka GlósurDökkir bjórar henta yfirleitt best með dökkum mat t.d. nautakjöti og s.frv. og þar sem þetta er páksabjór, þá er hann eflaust góður með súkkulaðinu. Alkahól %weight; 5 Original Gravity %P; 16,8 Real extract %P; 7,1 Næringargildi: g/100 ml Fita; 0 Kolvetni; 6.7 Prótín; 0,4 Kaloríur; kkal/100 ml; 65 Upphaflega kemur Bock bjór frá Einbeck í Þýskalandi, þar sem bjórgerð blómstraði á dögum Hansakaupmanna á14-17 öld. Sterki bjórinn frá Einbeck þoldi vel geymslu og var fluttur út víða um lönd. Bruggarar í Munich reyndu að líkja eftir bjórnum frá Einbeck en það gekk ekki fyrr en þeir réðu til sín bruggmeistara þaðan, Elias Pichler, árið 1614. Bjórinn sem hann skapaði er fyrirmynd Bockbjóra í dag. Líklegasta skýringin á nafninu er talin vera að í framburði bæjara hafi Einbeck breyst í Ein Bock og svo bara Bock. Bock þýðir líka geit á þýsku og því er oft geithafur á miðum Bock bjóra. Bock bjórar skiptast í nokkra flokka sem eru: MaiBock/Helles bock, Traditional bock, Doppelbock og Eisbock.

Sumaröl (Witbier)

20479Víking Sumaröl er hveitibjór að belgískri fyrirmynd. Ölið er ósíað og bjórinn því skýjaður. Örlítið botnfall getur myndast í dósini.

Skýjaður, hvít gulleitur, Ljósgullinn, skýjaður. Létt fylling, ósætur, lítil beiskja. Sítróna, koríander, korn – Vínbúðin

Check in on Untappd
ABV:5%
Malts:?
Hops:?
Other:Appelsínu börkur og Kóríander
Fáanlegt::Sumarbjór

Black Death (Stout)

11886Brúnn, Sætuvottur, þétt fylling, meðalbeiskja. Ristað malt, lakkrís, reykur.

Bjór umfjöllun;
Bjórspjall – Black death, Víking ölgerð

Check in on Untappd
ABV:5.8%
Malts:?
Hops:?
Yeast:?
Fáanlegt::Allt árið

Einiberja Bock (Bock)

21041 (1)Einiberja Bock er sterkur, millidökkur lagerbjór, kryddaður með einiberjum. Hann hefur góða fyllingu, mýkt og áberandi kryddtóna í bragði.

Rafbrúnn, Mjúk fylling, ósætur, beiskur. Korn, humlar, malt, karamella. (Vínbúðin)

Check in on Untappd
ABV:6.7%
Malts:Byggmalt, hveitimalt, haframalt.
Other:Einiber
Fáanlegt::Þorrabjór
Auka GlósurUpphaflega kemur Bock bjór frá Einbeck í Þýskalandi, þar sem bjórgerð blómstraði á dögum Hansakaupmanna á14-17 öld. Sterki bjórinn frá Einbeck þoldi vel geymslu og var fluttur út víða um lönd. Bruggarar í Munich reyndu að líkja eftir bjórnum frá Einbeck en það gekk ekki fyrr en þeir réðu til sín bruggmeistara þaðan, Elias Pichler, árið 1614. Bjórinn sem hann skapaði er fyrirmynd Bockbjóra í dag. Líklegasta skýringin á nafninu er talin vera að í framburði bæjara hafi Einbeck breyst í Ein Bock og svo bara Bock. Bock þýðir líka geit á þýsku og því er oft geithafur á miðum Bock bjóra. Bock bjórar skiptast í nokkra flokka sem eru: MaiBock/Helles bock, Traditional bock, Doppelbock og Eisbock.

Þorraþræll – Extra special bitter (Extra Special Bitter)

21040Þorraþræll er bruggaður í stíl breskra öltegunda. Notað er í hann sérstakt breskt ölger og east kent golding humlar sem gerir bjórnum einstakt yfirbragð.

Rafgullinn, Ósætur, meðalfylling, beiskur. Humlar, malt. (Vínbúðin)

Check in on Untappd
ABV:4.8%
Malts:Breskt pale ale malt
Hops:East kent golding
Yeast:Breskt ölger
Fáanlegt::Þorrabjór
Hver eru viðbrögðin þín?
Æðislegt
0%
Áhugavert
0%
Meh...
0%
HA?
0%
Hata þetta
0%
Sorglegt
0%
Um höfund
Valberg Már

Segðu okkur hvað þér finnst

*