Anchor Christmas Ale

0
97

Jólabjór Anchor brewery hefur verið bruggaður síðan 1975. Uppskriftin breytist frá ári til árs og sömuleiðis merkimiðarnir, en þeir hafa verið hannaðir af sama listamanninum síðan byrjað var að brugga jólabjórana, James Stitt. – Anchor brewery

Valinn „Jólalegasti jólabjórinn“ af dómnefnd Matviss. Þetta bragðgóða öl er heilmikil upplifun og því nánast synd að drekka hann öðruvísi en einan og sér. Hans má þó vel njóta með mat og þá helst eftirréttum. Prófið hann með Pekan-Pie eða jólabúðingnum, súkkulaðikökum og jafnvel piparkökum. Fyrir ykkur ævintýragjarnari mæli ég með honum samhliða gröfnu kjöti og krydduðum (spicy) mat. – Matviss / Bjórviss