Askasleikir NR.45 er apríkósu gott og sítrusvænt rauðöl bruggað með engisaxnesku ölgeri og ögn af aski.

Sá sjötti Askasleikir,
var alveg dæmalaus.-
Hann fram undan rúmunum
rak sinn ljóta haus.

Þegar fólkið setti askana
fyrir kött og hund,
hann slunginn var að ná þeim
og sleikja á ýmsa lund.

Jóhannes úr Kötlum

1 athugasemd

  1. Bjórinn Heitir Askasleikir og er númer 45 í röðinni hjá Borg brugghús. Hann er titlaður sem Amber ale og úfærður á íslensku sem Rauðöl.

    Útlit Froðan þykk og fín en lifir ekkert sérslega lengi, nokkur slæða og liturinn rauður, örlítið skringilegur og ögn skýjaður. Girnilegur

    Ilmur Lyktin er grösug og óvenjuleg, fyrst kom upp þessi hefðbundna ljósa lagerlykt (óvenjulegt fyrir rauðöl) en síðan skullu á humlarnir og… eitthvað annað? Ég hef álíka gott lyktarskin og annar ónefndur bróðir Askasleikis með nasir fullar af hvítri mjólkurvöru en mig grunar að þessi notalega aukalykt sé komin til af Askinum (trjátegundinni væntanlega) sem var bætt útí til að lokka fram nýtt bragð.

    Bragð Minnir mig mest á ávaxtakaramellu eða jafnvel karamellu fjúsaðann ávaxtabrjóstsykur. Humlarnir leyna sér ekki en það er eitthvað bragð, hugsanlega askurinn (hef engan samanburð) sem gefur bjórnum sérkennilegt en um leið ákaflega gott bragð. Hann er örlítið vatnskenndur en það tekur ekkert frá honum og gerir hann bara betri til drykkju, það má drekka kippu af þessum!

    Niðurstaða Hvar á ég að byrja? Það er talsvert í þennan varið og mín eigin skoðun er hann mun meira spennandi en Giljagaur sem að mun aftur fá sinn séns að ári. ÞETTA er jólabjórinn frá Borg í ár! Hentar flestum að ég tel og er algert sælgæti, sé þennan vel fyrir mér jafnt með jólamatnum sem og fótboltanum, drykkjarbjór fyrir sælkera.

Skilja eftir athugarsemd

Please enter your comment!
Please enter your name here

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.