Austur brúnöl NR. 2

0
29

Borg Brugghús hefur nú í samstarfi við veitingahúsið Austur, framleitt nýja bjórtegund sem hlotið hefur nafnið Austur brúnöl. Ölið er mildöl og hentar einstaklega vel með steikum. Mildöl hefur stuttan framleiðslutíma og frískandi og ferskt bragðið hitti heldur betur í mark hjá Bretum eftir fyrri heimsstyrjöld.

Austur Brúnöl er mildöl sem á rætur sínar að rekja til Bretlands og náði þar miklum vinsældum á millistríðsárunum. Humlarnir sem notaðir eru í Austur Brúnöl, Fuggle, voru fyrst ræktaðir af Hr. Richard Fuggles árið 1875 í Horsmonden í Kent, á Englandi, en Kent er eitt af frægustu humlaræktunarsvæðum landsins.

Einkennandi bragð bjórsins er malt, karamellutónar eru sterkir en auk þess vottar fyrir döðlum, lakkrís og rúsínum ásamt mjúkum, ristuðum keimi. Til að vega upp á móti sæta bragðinu er mátulega mikil beiskja fengin úr Fuggles humlum.

Fer almennt vel með mat. Sérstaklega með grilluðu rauðu kjöti og svínakjöti, kjötsamlokum, kæfur, blá- og hvítmygluostar og vel þroskaður gruyére.

Skilja eftir athugarsemd

Please enter your comment!
Please enter your name here

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.