Bjór Umfjallanir
Ert að lesa núna
Braunstein Økologisk Hvid Jul
0

Braunstein Økologisk Hvid Jul

eftir Mjaðarbandalagiðnóvember 6, 2011
Yfirlit
ABV:

5,6%

Lýsing

Aftur er Hafin bruggun í Køge, sem hefur ekki verið síðan 1941, þegar Køge Brewery var lokað. Bryghuset Braunstein er eina brugghúsið í Køge. Bak við brugghúsið er fjölskylda Braunstein Poulsen sem hefur mikla reynslu í bruggum á ölum og brugga í dag 4 tegundir af vinsælum bjórum.

Hannað af:

Bryghuset Braunstein

Muninn ‎

Hausinn er 1 fingur og kremaður
Body er hnetubrúnt.
Nefið er dökkir ávextir og malt og jörð
Bragðast af malti, beyskum humlum og karamellu, einnig vottar á kaffi
blúndan er góð, þú ekki mikil hengja í henni
Eftirbragðið er malt, kaffi og beyskja en þó hangir það stutt
venjan er mjög góð, góður öl hér á ferð.
ABV er 5,6%
Flaskan er ekki mjög flott, en hún er í sömu seríu og aðrir ölar frá þessum framleiðanda.
Tappinn er flottur
Þessi bjór er bruggaður sem lífrænn öl sem og aðrir bjórar sem koma frá þessum framleiðanda.
Geri samt ekki ráð fyrir að þessi verði á boðstólnum hjá mér um jólin, þótt hann sé betri en pilsner jólabjórarnir.
gef honum 70 af 100

Huginn‎

Hausinn er einn fingur, ljós og meðal snöggur. Blúnda er ekki mikil, ekki mikið í gangi.
Nefið er ger og krydd. Beiskir humlar, sítrus. Kryddað blóm.
Uppbygging er vínrauð, þunn og náladofi er ok. Stutt munnfylli.
Bragð er dökkt malt og klípa af ávöxtum. Eftirbragð situr á vörum, jurtir, blóm og krydd. Sítrus. Frekar beiskur. Straujárn.
Venja er í meðallagi.
Falskan er frekar flöt, þoli ekki bjórlínur eins og BB og Thisted, allar eins. Verða ekki einstakir.
Þessi er ágætis tilbreyting, samt nokkurnveginn sem átti von á.
Ég gef þessum 55 af 100 í einkunn

Þitt álit
Þitt álit
Gefðu álit hér
Útlit
Ilmur
Bragð
Munnfylli
Frumlegur
Þitt álit
Þú hefur gefið þitt álit
Hver eru viðbrögðin þín?
Æðislegt
0%
Áhugavert
0%
Meh...
0%
HA?
0%
Hata þetta
0%
Sorglegt
0%
Um höfund
Mjaðarbandalagið
Mjaðarbandalagið er stofnað af íslenskum víkingum sem lögðust á árar til útlanda. Enginn veit með vissu hvar í heiminum þeir eru hverju sinni. Sumir segja að oktoberfest hafi fyrst verið haldin sem móttökuteiti fyrir Mjaðarbandalagið við komuna til bæjaralands. Aðrir vilja meina að guðinn Óðinn hafi sent þá til að prófa nútíma mjöð fyrir sig. Allt sem við vitum með vissu er að þeir senda heim reglulegar skýrslur úr heimsförinni.

Segðu okkur hvað þér finnst

Útlit
Ilmur
Bragð
Munnfylli
Frumlegur

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.