Bjór Umfjallanir
Ert að lesa núna
Black death – Víking ölgerð
1

Black death – Víking ölgerð

eftir Bjorspjalljúní 12, 2012
Yfirlit
ABV:

5.8%

IBU:

-

Humlar:

-

Fæst í/á:

-

Útlitið; flott froða sem entist stutt. Svartur en tær. Nefið segir; einstaklega illa lyktandi, voru lýsingarnar á við; úldin tuska og tveggja daga gömul bleyja,en burt séð frá því, þá komu hafrar, sætur – eiginlega allt of sæt lykt, pínu brendir tónar, pínu spíri dulbúin í sætuni, morgun korn (eins furðulegt og það er), ef maður hefði farið og þefað upp úr dósa pokanum, þá hefði lyktin verið nokkuð svipuð. Bragð; Fengum strax ógeð á bjórnum, eins og gamalt kók með smá köldu kaffi út í. Einstaklega sætur, brendir tónar, malt, kaffi. Áferðin; fljótt flatur, lítil fylling, lítil sýra, beiskjan er lítil í endirinn.

Þessi bjór er einstaklega misheppnaður. Jafnvel okkur hefur ekki tekist að brugga svona slæman bjór persónulega. Við vorum sammála um að þessi bjór hefði aldrei átt að líta dagsins ljós undir þessu vörumerki, þessi fær falleinkun hjá okkur, ekkert jákvætt við bjórinn nema jú, kannski umbúðirnar sem eru alltaf skemmtilegar þegar kemur að Black death. Okkur fannst þetta einstaklega miður, vonum að uppskriftin eigi eftir að breytast svo útlendingar fái nú að njóta betur.

Þitt álit
Þitt álit
Gefðu álit hér
Útlit
Ilmur
Bragð
Munnfylli
Frumlegur
Þitt álit
Þú hefur gefið þitt álit
Hver eru viðbrögðin þín?
Æðislegt
0%
Áhugavert
0%
Meh...
0%
HA?
0%
Hata þetta
0%
Sorglegt
0%
Um höfund
Bjorspjall

Segðu okkur hvað þér finnst

Útlit
Ilmur
Bragð
Munnfylli
Frumlegur

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.