Hugmyndina af fyrirtækinu kom frá hjónum á Árskogssandi, henni Agnesi Sigurðardóttur og Ólafi Þresti Ólafssyni. Þau fengu hugmyndina á að opna litla bruggverksmiðju eftir að hafa séð frétt í sjónvarpinu frá lítilli verksmiðju í Danmörku. Viku seinna eru þau komin út til Danmerkur að skoða bruggverksmiðju. Þetta gerist í júní 2005. Í október skrifa þau undir kaupsamninga á bruggtækjum út í Tékklandi. Í desember 2005 var fyrirtækið formlega stofnað. Í byrjun árs 2006 koma síðan aðrir aðilar inn í fyrirtækið. Í dag er Bruggsmiðjan í eigu 15 aðila. Agnes og Ólafur eiga rúm 56%, og 44% skiptast á milli 14 aðila. Byrjað var að byggja húsnæðið í mars 2006. Og er staðsett á Árskogssandi eins og áður sagði. Fyrsta bruggun var 22 ágúst og fyrsta átöppun var 28 september. Formleg opnun var síðan 30 september að viðstöddum fjölda fólks.

Agnes og Ólafur sáu færi á að koma með nýja tegund af bjór á markaðinn. Þeim langaði að búa til bjór sem væri mjög vandaður og með miklu bragði. Þess vegna var valið að brugga bjór eftir Tékkneskri hefð frá 1842, þar sem Tékkland er frægt um allan heim fyrir góðan og einstaklega vandaðan bjór. Þau höfðu tvær leiðir til að finna bjór við hæfi, kaupa uppskrift af öðrum erlendum bjór og flytja hana inn til landsins, eða fara leiðina sem þau völdu að gera og það var að fá bruggmeistara til liðs við sig og búa til sinn eigin bjór sem þau gætu sniðið eftir sínum eigin hugmyndum. Þar sem að markmiðið var að búa til eðal bjór þá var valið einungis allra besta hráefni sem völ er á og kemur allt hráefnið frá Tékklandi, fyrir utan að sjálfsögðu íslenska vatnið sem að kemur úr lind við Sólarfjall við utanverðan eyjafjörð. Útkoman er Kaldi. Íslenskur bjór, bruggaður eftir tékkneskri hefð, með besta hráefni sem völ er á, ógerilsneyddur,með engum viðbættu sykri og án rótvarnarefna, sem gerir hann eins hollan og bjór getur mögulega orðið.

Í upphafi var gert ráð fyrir ársframleiðslu uppá 170.000 lítra á ári. En eftir ótrúlega sölu og mikla eftirspurn fyrstu mánuðina, var fljótlega ákveðið að bæta við gerjunartönkum og auka gerjunarplássið um 10 þúsund lítra. Stækkunin kom í maí 2006. Með þeirri stækkun var framleiðslugetan 300.000 lítrar á ári. Flótlega kom í ljós að þessi stækkun dugði ekki til og var ákveðið að stækka gerjunarplássið um 12 þúsund lítra. Sú stækkun kom í nóvember 2008. 2011 var ráðist í að stækka verksmiðjuna enn meir, eða um 40% og er því framleitt um milljón flöskur á ári.

Hjá fyrirtækinu vinna í dag 10 manns sem eru fastráðnir og hafa 2 farið í bruggnám og einn klárað námið. Bruggmeistarinn okkar, David Masa er nokkuð þekkt nafn í bruggheiminum. Hann hefur sérhæft sig í því koma af stað litlum brugghúsum út um allan heim. Hann er bruggmeistari í 4 ættlið og með 9 ára nám á bakinu, þar sem að grunn bruggmeistaranám er 4 ár.
Bruggsmiðjan

Fyrir þá sem vilja kíkja á kynningu hjá þeim þá er hægt að fá upplýsingar hér

Sumar Kaldi (Hefeweizen)

01204Sumar Kaldi er léttur og svalandi og er bruggaður í Þýskum hveitibjóra stíl en þó með Tékkneskum humlum. Í hann eru notaðar tvær tegundir af möltuðu byggi og svo að sjálfsögðu maltað hveiti. Sumar Kaldi er 4,6% og ósíaður, sem þýðir að það er ger í honum. Gerið mun að miklu leyti setjast í botninn á flöskunni. Hann á helst að drekkast kaldur og alltaf í glasi.
Bruggsmiðjan

Gullinn, Ósætur, létt fylling, lítil beiskja, fersk sýra. Sítrus, banani, negull.

ABV:
IBU:

Kaldi Október (Marzen / Oktoberfest)

20738Október bjór sem bruggaður er af Sigurði Braga Ólafssyni og er þetta hans fyrsta uppskrift. – Bruggsmiðjan.

 

Rafgullinn, Meðalfylling, þurr, miðlungsbeiskja. Malt, korn, karamella. (Vínbúðin)

 

Umfjöllun; Bjórsmökkun Ehf.

ABV:
IBU:

Þorra Kaldi (Dunkel / Dark Lager)

ThorrakaldiÞorra Kaldi var hugsaður sem bjór sem hentar vel með Þorramat. Hann stendur þó fyllilega fyrir sínu einn og sér og er í uppáhaldi hjá mörgum. Þorra Kaldi er lager bjór eins og flestir bjórarnir frá Bruggsmiðjunni. Hann er millistigs bjór á milli Ljósa Kalda og Dökka Kalda bæði í lit og bragði. Hann er bragðmikill en mildur. – Bruggsmiðjan.

 

Dökk gullinn, Mjúk meðalfylling, þurr, ferskur, nokkur beiskja með mjúkt ristað malt humlakeimur. (Vínbúðin)

ABV:
IBU:

Páska Kaldi (Bohemian / Czech Pilsener)

12517Það vann hjá okkur í stuttan tíma ungur tékkneskur bruggmeistari sem hannaði uppskriftina í sameiningu með bruggmeistaranum sem hannaði alla aðra bjóra frá Bruggmiðjunni. Þetta var hans fyrsta uppskrift af bjór sem fór í almenna dreifingu. Ekki er annað hægt að segja en að honum hafi tekist vel til. Páska Kaldi er bruggaður úr sérvöldu gæðahráefni frá Tékklandi. Hann er bragðmikill bjór með miklu humlabragði og lykt. Í Páska Kalda er notað mikið af Caramel byggmalti sem skilar sér í einstöku bragði. – Bruggsmiðjan.

 

Rafbrúnn, Meðalfylling, þurr, ferskur, beiskur. Ristað malt, karamella, humlar. (Vínbúðin)

ABV:
IBU:

Jóla Kaldi (Strong Lager)

jola_kaldiJóla Kaldi kom fyrst á markaðinn fyrir jólin 2008. Markmiðið með Jóla Kalda var að búa til bjór sem hentaði vel með jóla matnum. Hann er meiri heldur en flestir bjórarnir frá Bruggsmiðjunni þ.e. hann er með meira alkóhóli, fyllingu, bragði og lykt. Jóla Kaldi er sérbruggaður eðalbjór úr besta hráefni sem völ er á. Jóla Kaldi er bruggaður úr 3 tegundum af tékknesku malti og 2 tegendum ad humlum. Hann er að margra mati besti bjórinn frá Bruggsmiðjunni og hefur alltaf selst upp löngu fyrir jól. Hann hefur margoft verið valinn besti jólabjórinn bæði í blöðum og sjónvarpi

 

Rafgullinn, meðalfylling, þurr, ferskur, miðlungs beiskja. Ristað malt, hneta, baunir. (Vínbúðin)

ABV:
IBU:

Dökkur Kaldi (Schwarzbier)

kaldi_dkkur_02_640Dökkur Kaldi kom á markaðinn um vorið 2007 í kjölfarið á miklum vinsældum ljósa Kalda. Markmiðið með Dökka Kalda var að koma með bjór sem væri með meira bragði og meiri fyllingu. Í hann fer einungis sérvalið úrvalshráefni frá Tékklandi, 3 tegundir af humlum og 4 tegundir af byggi sem þykir mikið gæðamerki. Dökkur Kaldi bragðmikill eðalbjór sem kemur ótrúlega á óvart. Það finnst vel á bragðinu og erum við einstaklega ánægð með útkomuna. Aðdáendahópur Dökka Kalda stækkar ört. – Bruggsmiðjan

 

Rafbrúnn, Meðalfylling, þurr, ferskur, beiskur. Ristað malt, karamella, humlar. (Vínbúðin)

[rwp-review id=”0″]

ABV:
IBU:

Norðan Kaldi (Amber Ale)

17890Norðan Kaldi er Öl. Hann er sérbruggaður úr úrvals hráefni frá tékklandi, 3 tegundum af byggmalti og 2 tegundum af humlum frá Tékklandi og Nýja Sjálandi. Mikið bragð og mikil lykt einkennir Norðan Kalda.
Allar bjórarnir frá Bruggsmiðjunni hafa hinað til verið Lager bjórar. Ákveðið var að bregða út af vananum vorið 2010 og koma með nýjan bjór á markaðinn sem væri öðru vísi en það sem áður hefur verið gert. Valið var að brugga öl, sem er önnur bruggunar- og gerjunar aðferð. Viðtökurnar hafa verið vonum framar og stefnir í að hann verði einn af vinsælli ef ekki sá vinsælasti frá Bruggsmiðjunni
Bruggsmiðjan

Rafgullinn, meðalfylling, þurr, ferskur, miðlungs beiskja. Malt, karamella, hey (Vínbúðin).

ABV:
IBU:

Stinnings kaldi

11742Stinnings kaldi er dökkleitur og mildur bjór með sögulega skírskotun. Hann inniheldur jurtaveig úr villtri ætihvönn, en hana hafa íslendingar notað frá því land byggðist. Hvönnin er ein þekktasta lækningajurt landsins og var bæði notuð til helsubóta og sem krydd í mat og drykk. Stinnings Kaldi er unnin í samstarfi við Saga Medica ehf.

 

Rafgullinn, meðalfylling, þurr, ferskur, lítil beiskja. Mjúkt korn, hvönn, karamella, grösugur.

ABV:
IBU:

Kaldi Lite (Light / Lite Lager)

11500Kaldi Lite er bruggaður úr úrvals hráefni frá Tékklandi. Í Kalda Lite 2 tegundir af byggi og 2 tegundir af humlum. Hann er hitaeiningasnauður bjór með litla fyllingu og litla beiskju. Hann er afar svalandi og hentar vel fyrir þá sem ekki eru að sækjast eftir mjög bragðmiklum bjór. Kaldi Lite kom á markaðinn sumarið 2009.

 

Ljósgullinn létt fylling, þurr, ferskur, lítil beiskja. Léttur blómlegur kornkeimur (Vínbúðin)

ABV:
IBU:

Kaldi (Lager)

kaldiKaldi er fyrsti bjór sinnar tegundar á Íslandi. Hann kom á markaðinn í lok september 2006. Eigendum Bruggsmiðjunnar langaði að búa til íslenskan gæðabjór þar sem eingöngu væri notað úrvals hráefni. Ákveðið var að gera eitthvað öðruvísi heldur en þekktist á Íslandi og var ákveðið að hafa bjórinn bragðmikinn og vandaðan eðalbjór sem væri án viðbætts sykurs og rotvarnaefna og ógerilsneyddur sem var nýjung á þeim tíma á Íslandi. Fenginn var bruggmeistari frá Tékklandi með mikla reynslu. Til gamans má geta að hann er komin af bruggmeisturum 4 ættliði aftur í tíman. Hann hefur síðan hannað allar uppskriftir af bjórum frá Bruggsmiðjunni.

ABV:
IBU:

Skilja eftir athugarsemd

Please enter your comment!
Please enter your name here

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.