Vinsælast
Heitast
Schwarzbier
Nýlegast
 
Lesa Meira
október 10, 2012

Samuel Adams – Black lager

Dökkur, snögg og lítil froða, nokkuð sætur toffee ilmur, humlarnir koma lítið sem ekkert í gegn. Karamella, létt fylling, þægilegt eftirbragð sem hverfur fljótt, léttir brendir tónar, Lítil sýra.

Þessi var mjög ljúfur og góður, auðdrekkanlegur en það má ekki drekka hann við of lágt hitastig þar sem það tapast mikið af eiginleikum bjórsins, án efa einn af betri svart lagerum sem við höfum smakkað.

28
 
Lesa Meira
október 30, 2011

Dark Horse – Ørbæk

Muninn‎

Hausinn er 3 puttar, ljós og snöggur. Nefið er dökkir ávextir, sætt malt. Body er dökkrautt. Smakkast af létt brenndu malt,i engin beiskja, þunnur. Ágætis blúnda. Eftirbragðið er ekkert. Þessi er APV 5%. Týpískur Ørbæk, bjóst við litlu og fékk akkúrat það sem ég keypti. Flaskan er í svipuðum stíl og systkynin hans. Bjórinn er að mínu mati þó rétt á meðallagi. Gef honum 55 af 100

Huginn

Hausinn er þrír fingur, ljós og rjómakenndur, meðalsnöggur. Blúnda er ágæt með örlítilli hengju. Nefið er ger, sæta og malt. Uppbygging er dökk með rauðum tónum og meðalþunnur, ekki mikill koltvísíringur. Bragð er brennt malt með kaffitónum og eftirbragð er nokkuð dauft. [...]

16
Styrktaraðilar
W3Schools     W3Schools
Fréttabréf
BjÓRKORTIÐ / BEER MAP

Bjórspjall á Facebook
Topp Fimm
Heitast
 
1
Einstök Ölgerð
 
2
Bjórglös
 
3
Að brugga frá grunni
 
4
Verður að lesa:Bjór smökkun
 
5
Bruggmeistarinn
Compare
Go