Bjór Umfjallanir
Ert að lesa núna
Dark Horse – Ørbæk
0

Dark Horse – Ørbæk

eftir Mjaðarbandalagiðoktóber 30, 2011
Yfirlit
ABV:

5%

Lýsing

Dark Horse frá Ørbæk Brugghúsi er myrkur bjór sem er ferskur og fullur af bragðefnum. Dark Horse er bruggaður sem lager, en með dökku malti eftir þýskri fyrirmynd (Schwartz Bier). Dark Horse hefur tóna af brenndum lakrís og kaffi, sem einnig er að finna í stout ölum.

Hannað af:

Ørbæk Bryggeri

Muninn

Hausinn er 3 puttar, ljós og snöggur. Nefið er dökkir ávextir, sætt malt. Body er dökkrautt. Smakkast af létt brenndu malt,i engin beiskja, þunnur. Ágætis blúnda. Eftirbragðið er ekkert. Þessi er APV 5%.
Týpískur Ørbæk, bjóst við litlu og fékk akkúrat það sem ég keypti. Flaskan er í svipuðum stíl og systkynin hans. Bjórinn er að mínu mati þó rétt á meðallagi. Gef honum 55 af 100

Huginn

Hausinn er þrír fingur, ljós og rjómakenndur, meðalsnöggur. Blúnda er ágæt með örlítilli hengju.
Nefið er ger, sæta og malt.
Uppbygging er dökk með rauðum tónum og meðalþunnur, ekki mikill koltvísíringur.
Bragð er brennt malt með kaffitónum og eftirbragð er nokkuð dauft. Ber nokkuð á dökkum ávöxtum þegar lengra dregur. Kaffibragð eykst neðar í flöskunni.
Venja er nokkuð góð.
Flaskan er töff, og nafnið líka.. eykur samt væntingar of mikið. Flaskan er alveg eins og allar aðrar Ørbæk flöskur, samt með flottustu miðana.. og nafnið.
Þessi lager er ágætur, kannski týpískur Schwartzbier, ef það er hægt að segja svo. Er þó nokkuð ánægður með hann, þá sérstaklega kaffitónana og brennda maltið.
Þessi fær 40 af 100 frá mér.

Þitt álit
Þitt álit
Gefðu álit hér
Útlit
Ilmur
Bragð
Munnfylli
Frumlegur
Þitt álit
Þú hefur gefið þitt álit
Hver eru viðbrögðin þín?
Æðislegt
0%
Áhugavert
0%
Meh...
0%
HA?
0%
Hata þetta
0%
Sorglegt
0%
Um höfund
Mjaðarbandalagið
Mjaðarbandalagið er stofnað af íslenskum víkingum sem lögðust á árar til útlanda. Enginn veit með vissu hvar í heiminum þeir eru hverju sinni. Sumir segja að oktoberfest hafi fyrst verið haldin sem móttökuteiti fyrir Mjaðarbandalagið við komuna til bæjaralands. Aðrir vilja meina að guðinn Óðinn hafi sent þá til að prófa nútíma mjöð fyrir sig. Allt sem við vitum með vissu er að þeir senda heim reglulegar skýrslur úr heimsförinni.

Segðu okkur hvað þér finnst

Útlit
Ilmur
Bragð
Munnfylli
Frumlegur

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.