Einstök Ölgerð

3
1056

“The Einstök brewery is located just 60 miles south of the artic circle in the fishing port of Akureyri, Iceland. There, water flows from rain and prehistoric glaciers down the hlíðarfjall mountain and through anchient lava fields, delivering the purest water on earth and the perfect foundation for brewing deliciously refreshing craft ales.”
Einstök Ölgerð

Svo hljómar lýsingin á nýrri ölgerð sem hefur það skemmtilega nafn, Einstök Ölgerð. Er þessi ölgerð ætlað að brugga bjóra á erlendan markað fyrst og fremst en höfum við heyrt að ef vel tekst til að þá munu þessir bjórar einnig birtast í Vínbúðum hér á Íslandi. Bruggmeistarinn fyrir Einstök Ölgerð er Baldur Kárason, Bruggmeistari Víking Ölgerð og hefur hann sett saman 4 bjóra sem nú er verið að kynna á heimasíðu þeirra, eða Einstök Icelandic Toasted Porter, Einstök Icelandic White ale, Einstök Icelandic Pale Ale og Einstök Icelandic Doppelbock.

Enn sem komið er þá skilst okkur að þetta sé enn á byrjunarstigi en stefnir í að verða stórt vörumerki, enda er markaðsetningin annsi öflug að okkur sýnist.

Við munum svo fylgjast grant með þessu spennandi verkefni eftir því sem á líður og við munum auðvitað skrá inn á Bjórspjall þá bjóra sem Einstök Ölgerð er að markaðsetja á komandi vikum.

Umfjallanir

Umfjöllun