Fuller’s, Brewer’s Reserve Limited No. 2 Edition, oak aged ale

0
9

Muninn

Hausinn er kvart putti Body er hunangs brúnt Nefið er koníak, appelsína,áfengi og humlar Smakkast af koníak, humlar, ferskir ávextir Eftirbragð er humlar, koníak og áfengi. Hengjan í eftirbragði er ágæt Blúndan er létt og snögg Nálardofinn er léttur og munnfylli ágætt ABV er 8,2% Þessi ale er limited reserve og flöskurnar koma númeraðar, okkar er númer 11053 Ég hef ekki smakkað marga congnac öla, en samt nokkra og tel ég þennan vera þann besta sinna tegundar, gott koníak bragð sem er akkúrat það sem þeir lofa. Fullers létu hann eldast í eitt ár í koníakstunnum til að ná fram þessu sérstaka bragði gef honum 87 af 100

Huginn

Hausinn er rétt um kvartari, ljós og snöggur. Nefið er koníak, biturt og ávextir. Uppbygging er appelsínu-rauð og þokukennd. Fylling er góð og náladofi er undir meðallagi. Bragð er ljúfur biturleiki, koníak og ávextir. Þessi er ljúfur en nokkuð stuttur á bragðið, biturleiki og spíri, eftirbragð er dauft og einkennist helst af appelsínu og súkkulaði. 8,2 % abv felst vel í bragði en kemur fram í eftirbragði sem daufur bruni í hálsi. Venja er fín. Þetta er ljúfur og bragðgóður sötrari, mætti vera aðeins ákveðnari fyrir mitt leyti. Gef honum 70 af 100.

Fyrri greinWillemoes Porter
Næsta greinNæsgaarden Økologisk Porter
Mjaðarbandalagið er stofnað af íslenskum víkingum sem lögðust á árar til útlanda. Enginn veit með vissu hvar í heiminum þeir eru hverju sinni. Sumir segja að oktoberfest hafi fyrst verið haldin sem móttökuteiti fyrir Mjaðarbandalagið við komuna til bæjaralands. Aðrir vilja meina að guðinn Óðinn hafi sent þá til að prófa nútíma mjöð fyrir sig. Allt sem við vitum með vissu er að þeir senda heim reglulegar skýrslur úr heimsförinni.

Skilja eftir athugarsemd

Please enter your comment!
Please enter your name here

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.