Gæðingur Jólabjór (Dubbel) – Rafbrúnn, skýjaður. Sætuvottur, mjúkur, lítil beiskja. Kandís, malt, þurrkaðir ávextir. – Vínbúðin

1 athugasemd

  1. Bjórin er Gæðingur Jólabjór (dubbel) og eins og flestir aðrir gæðingar ættaður úr Skagafirði.

    Útlit; Liturinn minnir mig mest á 50/50 blöndu af malt og appelsín og froðan þessleg líka, skammlíf og mikið gos. Engin slæða og frekar mehh í útliti

    Ilmur; Ilmurinn er öllu áhugaverðari og Kandísinn leynir sér ekki, sætur og brenndur.

    Bragð; Bragðið er ekki við mitt hæfi, eru smá kaffitónar sem að dansa krappann dans við kandísinn og eitthvað sem minnir mest á spritt. Mikill bruni en lítil gleði og alltof sætur, minnir sumpartinn á eitthvað úr hóstasaftflösku. Svo ég haldi áfram að gleðja ykkur með heyftarlega slæmum samlíkingum þá minni þetta pínu á ef að bóndahjú í fyrndinni hefði í panikk kasti hent saman köldu kaffinu, kandís og pela af landa saman í pott til að hafa eitthvað að bjóða prestinum!

    Niðurstaða; Undursamleg lífsreynsla sem ég mæli með að sleppa, góður á meðan maður lætur duga að þefa af bjórnum!

Skilja eftir athugarsemd

Please enter your comment!
Please enter your name here

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.