Bjórmenningin
Ert að lesa núna
Ýmis vandamál og lausnir
0

Ýmis vandamál og lausnir

eftir Valberg Márjanúar 10, 2013

Okkur datt í hug að slá á létta strengi næstu vikurnar og setja inn greinar við og við um spaugilegu hliðar bjórsins. Það á auðvitað að taka þessi með fyrirvara og umfram allt, hafa gaman af þessu. Við byrjum á “Vandamála hanbók bjór drykkjumannsins”, höfundur óþekktur.

Vandamál: Drykkjan veitir enga ánægju bjórinn er óvenjulega bragðlaus, fölur og tær.
Orsök: Glasið er tómt.
Viðbrögð: Fáðu einhvern til að kaupa annan bjór handa þér.

Vandamál: Drykkjan veitir enga ánægju, bjórinn er óvenjulega bragðlaus, fremri hlutinn á þér er blautur.
Orsök: Munnurinn hefur ekki verið opinn meðan þú varst að drekka EÐA glasið hefur verið sett upp við rangan andlitshluta.
Viðbrögð: Kauptu annan bjór og æfðu þig fyrir framan spegil. Drekktu eins marga og þörf er á til að byggja upp fullkomna tækni.

Vandamál: Fætur blautir og kaldir
Orsök: Glasinu hefur verið haldið á hvolfi
Viðbrögð: Snúðu glasinu við þannig að “opni” endinn snúi upp.

Vandamál: Fætur blautir og heitir
Orsök: Slæm stjórn á þvagblöðrunni
Viðbrögð: Labbaðu upp að næsta hundi, og kvartaðu svo við eigandann að hundurinn sé illa upp alinn. Krefstu þess að fá bjór í skaðabætur

Vandamál: Gólfið er þokukennt
Orsök: Þú ert að horfa í gegnum botninn á tómu glasi
Viðbrögð: Fáðu einhvern til að kaupa annan bjór handa þér.

Vandamál: Gólfið sveiflast
Orsök: Of mikil ókyrrð í loftinu, sennilega vegna úrslita sem hafa orðið í einhverju spili á barnum
Viðbrögð: Settu kústskaft niður bakhlutann á skyrtunni.

Vandamál: Gólfið hreyfist
Orsök: Það er verið að bera þig út
Viðbrögð: Reyndu að komast að því hvort að það sé verið að fara með þig á annan bar. Ef svo er ekki, öskraðu þá að það sé verið að ræna þér.

Vandamál: Veggurinn á móti þér er þakinn loftklæðningu og ljósaperum
Orsök: Þú hefur dottið aftur fyrir þig
Viðbrögð: Ef glasið þitt er fullt og enginn stendur á hendinni á þér, vertu þá bara ennþá á gólfinu og haltu áfram að drekka. Ef ekki, fáðu þá einhvern til að hjálpa þér að standa upp og haltu þér vel í barborðið.

Vandamál: Allt er orðið dimmt, munnurinn á þér er fullur af sígarettustubbum
Orsök: Þú hefur dottið fram fyrir þig.
Viðbrögð: Sjá fyrir ofan

Vandamál: Allt er orðið dimmt
Orsök: Það er búið að loka barnum
Viðbrögð: Hræðsla!!!!!

Vandamál: Þú vaknar og finnur að rúmið þitt er kalt, hart og blautt; þú sérð ekkert inni í svefnherberginu.
Orsök: Þú hefur sofnað í göturæsinu.
Viðbrögð: Kíktu á klukkuna til að gá hvort að það sé búið að opna barina. Ef ekki, reyndu þá að sofa aðeins lengur

Hver eru viðbrögðin þín?
Æðislegt
0%
Áhugavert
0%
Meh...
0%
HA?
0%
Hata þetta
0%
Sorglegt
0%
Um höfund
Valberg Már
Alltaf fundist bjór einstaklega góður og til að svara spurningum um bjórinn, þá ákvað ég að stofna Bjórpsjall og fræða mig um bjórinn ásamt því að skrifa um bjór og bjórmenninguna, vonandi öðrum til fróleiks og skemmtunar.

Segðu okkur hvað þér finnst

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.