Giljagaur er af ætt sterkustu bjóra heims, sem kallast Barleywine; þurrhumlaður, rauðleitur og spennandi. Hann er jólagjöf sem heldur áfram að gefa ár eftir ár, því hann verður betri með hverjum jólum. Giljagaur hefur margt skemmtilegt í pokahorninu, t.d. þrenns konar ger og blöndu af slóvenskum og bandarískum humlum. Ríkulegt bragðið felur m.a. í sér kóngabrjóstsykur og marmelaði – sannkallað jólahlaðborð í flösku! – Borg Brugghús

Giljagaur var annar,
með gráa hausinn sinn.
– hann skreið ofan úr gili
og skauzt í fjósið inn.
Hann faldi sig í básunum
og froðunni stal,
meðan fjósakonan átti
við fjósamanninn tal.

Jóhannes úr Kötlum

Rafgullinn. skýjaður. Mjúk fylling, sætur, beiskur, höfugur. Krydd, ávöxtur, ristað malt, humlar. ósíaður. (Vínbúðin)

Skilja eftir athugarsemd

Please enter your comment!
Please enter your name here

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.