Bjór Umfjallanir
Ert að lesa núna
Hacker-Pschorr Hefe Weisse
0

Hacker-Pschorr Hefe Weisse

eftir Mjaðarbandalagiðnóvember 9, 2011
Yfirlit
Lýsing

Bruggaður með 60 prósent hveiti, 40 prósent byggi – notast er við topp gerjun, hann tekur sig rólega, er og verður ófilteraður í gegnum alla vinnsluna.

Hannað af:

Hacker-Pschorr Bräu GmbH

Muninn

Hausinn er 3 puttar með mikilli hengju og rjómahvítur.
Body er gyllt og mjög skýjað sem er vegna þess að hann er ófilteraður.
Nefið er ger, banani, jafnvel örlítil vanilla. Bragðast af banana og krydd. Fín blúnda.
Venjan er góð
Abv er 5,5
Eftirbragðið er lítið og þá aðallega banani. Flaskan er með endurlokanlegum tappa sem og aðrir frá þessum framleiðanda. Hönnunin á flöskunni er góð og ekta þýsk.
Í einni setningu er þessi bjór bananasplitt í flösku og það virkar fyrir mig. Hann er yfir meðallagi og fær hann 70 af 100 hjá mér

Huginn

Hausinn eru góðir þrír fingur, mikill rjómi og hengjan er langt yfir meðallagi. Blúndan er mikil og með fínni hengju.
Nefið eru ger, sítrus og hey.
Uppbygging er appelsínu-gyllt og þokukennd. Fylling er í meðallagi. Náladofi er frekar slappur enda freyða þessir bjórar óeðlilega mikið.
Bragð er kanill, bananar og smá beiskja. Eftir bragð er lítið og einkennist af fyrrnefndum brögðum, jafnvel klípu af malti. Verður þó nokkuð mildari neðar í glasinu, þar sem bananabragðið verður hvað mest dóminerandi.
Venja er fín.
Þessi kom nokkuð á óvart, mikið og dóminerandi bananabragð í gegnum allann bjórinn.. minnir óneitanlega á Engel Hefeweizen Dunkel, þó þessi sé áberandi betri.
Ég gef þessum 35 af 100.

Þitt álit
Þitt álit
Gefðu álit hér
Útlit
Ilmur
Bragð
Munnfylli
Frumlegur
Þitt álit
Þú hefur gefið þitt álit
Hver eru viðbrögðin þín?
Æðislegt
0%
Áhugavert
0%
Meh...
0%
HA?
0%
Hata þetta
0%
Sorglegt
0%
Um höfund
Mjaðarbandalagið
Mjaðarbandalagið er stofnað af íslenskum víkingum sem lögðust á árar til útlanda. Enginn veit með vissu hvar í heiminum þeir eru hverju sinni. Sumir segja að oktoberfest hafi fyrst verið haldin sem móttökuteiti fyrir Mjaðarbandalagið við komuna til bæjaralands. Aðrir vilja meina að guðinn Óðinn hafi sent þá til að prófa nútíma mjöð fyrir sig. Allt sem við vitum með vissu er að þeir senda heim reglulegar skýrslur úr heimsförinni.

Segðu okkur hvað þér finnst

Útlit
Ilmur
Bragð
Munnfylli
Frumlegur

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.