Bjór Umfjallanir
Ert að lesa núna
Harboe Siden 1883 – Harboes bryggeri
0

Harboe Siden 1883 – Harboes bryggeri

eftir Mjaðarbandalagiðoktóber 19, 2011
Yfirlit
ABV:

5%

Lýsing

Harboe er ein af þessum brugghúsum í Danmörk sem framleiða ódýra og frekar lágæða öla. Maður er vanur að sjá ölana frá Harboe í höndunum á rónum sem eru á flækingi. Harboe framleiðir samt sem áður margar tegundir af öli og samkvæmt þeim sjálfum gæðabjór. Þess bjór fæst í flestum verslunum í Danmörku og er framleiddur af Harboes bryggerie A/S

Hannað af:

Harboes Bryggeri

Muninn

Hausinn er 2 puttar ljós, rjómalagaður og stuttur
Nefið er brennt malt, smá súrhey
Body er svart en þó gegnsær
Smakkast af mjög sætu brendu malti, afskaplega sætur, einhver sá sykraðasti sem ég hef smakkað hinagað til. Beiskja í lágmarki en hay humlar í hámarki, sem og allt of mikill sykur sem yfirgnæfir allt.
Eftirbragð er sætt, hey malt sætan hangir í eftirbragði
Lítil olía og hverfandi blúnda
Áferðin er ágæt, fer vel í munni
Venjan er að mínu mati ekki góð, of mikil sæta sér um það.
Þetta er eina flaskan sem ég hef séð frá Harboe bryghus sem selur flöskuna í hillunni, tappinn er þó ódýrari en ódýrt.
APV er 5%
Í heildina bjóst ég ekki við neinu frá þessum, þar sem Harboe er ekki hátt skrifað brugghús í mínum huga. Samt bjóst ég við að þessi væri yfir meðallagi.Samt sem áður varð ég fyrir vonbrigðum með hann og er hann að mínu mati langt undir meðallagi og telur þar allt of mikil og yfirgnæfandi sæta.
Þori varla að segja það en ég mæli með þessum sem konubjór, í staðin fyrir cider.
Einkunn 25 af 100

Huginn‎

Góður tveggja fingra haus. Nokkuð ljós og snöggur. Lítil og snögg blúnda, hangir þó.
Nefið er brennt malt og súrt hey.
Uppbygging er nokkuð dökk, rauðir tónar ná í gegn. Hann er meðalþunnur og koltvísíringur er í lágmarki, virkar frekar flatur frá byrjun og verður alveg flatur.
Mikið og sætt maltbragð og tónar af súkkulaði. Sætan skyggir á svo mikið af bragðinu að erfitt er að finna nokkuð annað.
Flaskan er þó það flott og klassísk að maður kaupir hann af hillunni.
Flaskan fær 65 af 100.
Þessi bjór er ALLT of sætur fyrir minn smekk, verður ekki keyptur aftur.
Ég gef þessum 15 af 100 í einkunn.

Þitt álit
Þitt álit
Gefðu álit hér
Útlit
Ilmur
Bragð
Munnfylli
Frumlegur
Þitt álit
Þú hefur gefið þitt álit
Hver eru viðbrögðin þín?
Æðislegt
0%
Áhugavert
0%
Meh...
0%
HA?
0%
Hata þetta
0%
Sorglegt
0%
Um höfund
Mjaðarbandalagið
Mjaðarbandalagið er stofnað af íslenskum víkingum sem lögðust á árar til útlanda. Enginn veit með vissu hvar í heiminum þeir eru hverju sinni. Sumir segja að oktoberfest hafi fyrst verið haldin sem móttökuteiti fyrir Mjaðarbandalagið við komuna til bæjaralands. Aðrir vilja meina að guðinn Óðinn hafi sent þá til að prófa nútíma mjöð fyrir sig. Allt sem við vitum með vissu er að þeir senda heim reglulegar skýrslur úr heimsförinni.

Segðu okkur hvað þér finnst

Útlit
Ilmur
Bragð
Munnfylli
Frumlegur

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.